fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fókus

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið

Fókus
Þriðjudaginn 7. október 2025 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thylane Lena-Rose Blondeau var aðeins tíu ára gömul þegar hún prýddi síður Vogue og var kölluð „fallegasta stúlka veraldar“. Síðan hafa liðið nokkur ár en Blondue er í dag 24 ára gömul og þykir enn forkunnarfögur. Greinilega of fögur því nú hefur hún þurft að kveða niður sögusagnir um að hún hafi gengist undir fegrunaraðgerðir.

Thylane er dóttir franska fótboltamannsins Patrick Blondeau og frönsku fjölmiðlakonunnar Veroniku Loubry. Thylane byrjaði að sitja fyrir fimm ára gömul og vakti snemma athygli fyrir fegurð sína. Hún vakti fyrst heimsathygli árið 2011, þá tíu ára gömul, er hún sat fyrir í franska Vogue.

Blondeau starfar enn sem fyrirsæta og er auk þess áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og rekur sitt eigið snyrtivörumerki sem kallast Enalyht. Á dögunum vakti fyrirsætan þó athygli þegar hún birtist á tískusýningu hjá merkinu Miu Miu í París þar sem tískuvika fer nú fram. Fólk á samfélagsmiðlum telur ljóst að fegurð Blondeau sé ekki alfarið náttúruleg. Fyrirsætan þvertekur þó fyrir þetta og birti færslu nýlega á Instagram þar sem hún sagðist vera þreytt á sögusögnum um meintar fegrunaraðgerðir.

„Ég veit að í þessari kynslóð á fólk það til að gangast snemma undir hnífinn en ég hef ekki látið gera neitt. Þið getið skoðað myndir af mér frá því ég var yngri og ekkert hefur breyst. Fólk elskar að standa í samanburði og skálda hluti upp en það að ég noti farða og varalitablýant þýðir ekki að ég hafi látið eiga við varirnar eða andlitið á mér. Á einhverjum tíma verðum við að hætta þessum getgátum,“ skrifaði fyrirsætan.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sólin var vitni hafði mikil áhrif því hún opnaði fyrir mér heim glæpasögunnar“

„Sólin var vitni hafði mikil áhrif því hún opnaði fyrir mér heim glæpasögunnar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Isla Fisher rýfur þögnina um skilnaðinn: „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ný stytta af Tinu Turner sögð vera viðurstyggð – Líkt við styttur Cristiano Ronaldo og Mo Salah

Ný stytta af Tinu Turner sögð vera viðurstyggð – Líkt við styttur Cristiano Ronaldo og Mo Salah
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sagður vera strax byrjaður að hitta yngri konu

Sagður vera strax byrjaður að hitta yngri konu