

Hún mætti með nýja hárgreiðslu en einnig brjóstahaldaralaus í gegnsæjum kjól.


Á viðburðinum talaði hún um valdeflingu kvenna og nefndi nýjasta hlutverk hennar sem hnefaleikakonan Christy Martin í kvikmyndinni Christy.
„Ég veit hvernig það er þegar fólk vanmetur þig, að fólk ákveður hver þú ert áður en þú færð tækifæri til að sanna þig,“ sagði hún.
„Christy minnir okkur allar að styrkur þarf ekki að vera hávær, stundum snýst þetta bara um að standa upp, aftur og aftur, sama hver er að fylgjast með þér.“
Sjáðu stiklu fyrir myndina hér að neðan.