fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Fókus
Laugardaginn 25. október 2025 15:30

Vigdís Finnbogadóttir árið 1980.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dagskrá RÚV í gærkvöldi var heimildaþátturinn Takk Vigdís þar sem meðal annars er rætt við ýmsa vini Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Kona sem varð fyrir því mikla áfalli á unglingsárum að faðir hennar var myrtur segir frá því að með miklum og einörðum stuðningi Vigdísar hafi hún komist í gegnum próflestur sem hún var í þegar þetta hryllilega atvik átti sér stað.

Guðrún Jóhannsdóttir var á sextánda ári þegar faðir hennar, Jóhann Gíslason, var myrtur á heimili fjölskyldunnar, í Vesturbæ Reykjavíkur af fyrrverandi undirmanni sínum hjá Flugfélagi Íslands. Þetta átti sér stað í maí 1968. Auk Guðrúnar átti Jóhann þrjú önnur börn en það yngsta var aðeins tveggja vikna. Urðu eldri systkinin og móðir þeirra vitni að atvikinu.

Guðrún segir frá því í þættinum að móðir hennar, Vilborg Guðrún Kristjánsdóttir, og Vigdís hafi verið æskuvinkonur en í þættinum kemur fram að þær hafi kynnst í Landakotsskóla en Vilborg hafi síðan starfað fyrir Vigdísi öll þau ár sem hún var forseti, frá 1980-1996.

Guðrún segir frá því í þættinum að hún hafi verið nýbyrjuð í landsprófi þegar faðir hennar var myrtur en á þeim árum þurfti að standast slíkt próf til að fá inngöngu í menntaskóla en nemendur tóku það á 16. ári. Þurftu nemendur að taka próf í íslensku, dönsku eða öðru norðurlandamáli, ensku, stærðfræði, náttúrufræði, landafræði og eðlisfræði. Síðar leystu samræmdu prófin landsprófið af hólmi.

Stuðningur

Guðrún segir að áfallið hafi verið gríðarlegt en stuðningur Vigdísar hafi verið mikill:

„Vigdís var náttúrulega algjör klettur og hélt mjög þétt utan um okkur.“

Guðrún segir að það hafi verið mjög erfitt að einbeita sér að lestrinum fyrir landsprófið. Hún hafi helst viljað hætta í prófunum:

„Þar sem ég gat ekki hugsað mér að fara út úr húsi.“

Vigdís hafi hins vegar ekki tekið það í mál og gripið til sinna ráða:

„„Guðrún mín. Þú bara klárar þetta.“ Hún hjálpaði mér að lesa, hlýddi mér yfir sá til þess að ég fékk smá frið. Ég vildi helst ekki labba út þannig að hún keyrði mig alltaf í prófin.“

Árangurinn varð sá að Guðrún stóðst landsprófið og fékk þar með inngöngu í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segir það hafa verið alfarið Vigdísi að þakka:

„Ég hefði aldrei náð þessum árangri nema með hennar aðstoð og ég er ævinlega þakklát fyrir það.“

Brot úr þættinum, af Facebook-síðu RÚV, þar sem Guðrún ræðir þessa ómetanlegu aðstoð Vigdísar má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs