fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Fókus
Miðvikudaginn 22. október 2025 11:00

Myndir/Þjóðleikhúsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símon Birgisson, handritahöfundur og fyrrverandi blaðamaður, fer hörðum orðum um leikritið Íbúð 10B í gagnrýni á Vísi. Hann segir að Baltasar Kormákur, leikstjóri verksins, hafa getað gert betur og að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum á sýningunni. Hann s

Höfundur verksins er Ólafur Jóhann Ólafsson. Baltasar Kormákur sér um leikstjórn og unnusta hans, listakonan Sunneva Ása Weisshappel, sér um búninga. Leikarar verksins eru Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Unnsteinn Manúel, Svandís Dóra, Margrét Vilhjálmsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.

Um hvað er Íbúð 10B?

Einn eigenda glæsilegs fjölbýlishúss í Reykjavík hefur ákveðið að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir tuttugu arabíska hælisleitendur. Aðrir íbúar í húsinu eru mjög hlynntir fjölbreytileika en sætta sig ekki við að reglur húsfélagsins séu fótumtroðnar. Nú reynir á yfirvegun og samstöðu. Og hvar liggja mörk góðmennskunnar?

„Sagan hjá Ólafi Jóhanni er augljóslega einhverskonar endurgerð eða útfærsla leikritinu God of Carnage eftir Yasmine Reza sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 2008 undir heitinu Vígaguðinn […] Það sem aðskilur leikritin tvö eru hins vegar gæðin,“ segir Símon.

„Hjá Yasmine Reza ganga allir þræðirnir upp – það sem á að vera yfirvegaður og skilvirkur fundur tveggja hjóna til að gera upp atvik á skólalóð breytist í eitt allsherjar stríð, vígvöll. Íbúð 10B nær aldrei þessum hæðum. Þræðirnir eru of lauslega ofnir. Kannski hefði Ólafur Jóhann átt að einbeita sér meira að skrifa sína eigin frumlegu sögu í staðinn fyrir að endurgera klassískt leikrit eins og Vígaguðinn.“

„Ótrúverðug grunnhugmynd“

Símon segir að „stærstu mistök Ólafs Jóhanns í Íbúð 10B er hins vegar hversu ótrúverðug grunnhugmyndin í verkinu er; að íbúi í blokkinni fái að leigja út lúxusíbúðina sína til 20 hælisleitanda. Þeir sem hafa búið í blokk vita að þetta er bara fáránleg hugmynd. Þá skiptir þjóðerni eða samfélagsstaða leigjendanna engu máli. Að ætla 20 ókunnugum manneskjum að búa undir einu þaki jaðrar við mannvonsku. Við eigum hins vegar að kaupa að þetta sé spurning um fjölbreytileika, manngæsku og víðsýni – þú sért rasisti ef þú vilt ekki fá 20 hælisleitendur í eina íbúð í blokkinni.“

Símon heldur áfram:

„Í raun fannst mér þessi sýn á hælisleitendur vera hálf rasísk í sjálfu sér. Þeir eru notaðir sem einhverskonar props í þessari sýningu – einhver tala sem hægt er að henda til og frá en ekki manneskjur. Þú vilt ekki blanda saman börnum og fullorðnum, fjölskyldum og einstaklingum með mismunandi þarfir. Það er ekki manngæska að ætla að setja 20 hælisleitendur í eina íbúð – hugmyndin sjálf lýsir græðgi, firringu og lítilsvirðingu gagnvart manneskjum.“

Hann segir að það sé enginn í leikritinu „sem bendir á það – hið augljósa.“

„Deilan snýst alltaf um að þú sért a) góð manneskja ef þú vilt 20 hælisleitendur í eina íbúð eða b) vond manneskja ef þú vilt það ekki. Ekki að ég vilji gera Ólafi Jóhanni upp einhverskonar forréttindablindu en það læddist að manni sá grunur að hann þekki kannski betur veruleika góðborgaranna í leikritinu en hælisleitendanna sem þeir karpa um.“

Símon segir að hugmyndin um hælisleitendurna 20 sé ekki „eina skrýtna hugmyndin í leikritinu,“ en að leikararnir gerðu sitt besta.

„Mér fannst Unnur Ösp og Björn Thors standa upp úr, þau voru fyndin og áttu góð augnablik sín á milli. Nína Dögg í hlutverki Mörtu fór hins vegar alla leið í farsakenndum ofleik og það varð hálf pínlegt eftir því sem leið á verkið. Gísli Örn í hlutverki eiginmannsins Heiðars virkaði frekar áhugalaus og stirður. Svo öfundaði ég ekki Unnstein Manúel – frábær listamaður en þreytir hér frumraun sína í alvöru leikriti. Þrátt fyrir ágæta takta er hann ekki endilega tilbúinn í dramatískri rullu á stóra sviðinu,“ segir hann.

„Var þetta allt og sumt?“

Símon segir að Baltasar hefði getað gert betur. „Auðvitað er maður spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa. Það var hins vegar fátt sem var áhugavert, nýtt eða ögrandi í leikstjórninni.,“ segir hann.

Þegar sýningunni lauk var það fyrsta sem Símon gerði var að kíkja á símann sinn. „Ekki af því mér fannst sýningin of löng heldur af því ég trúði ekki að hún væri búin. Í raun væri þetta betri smásaga en leikrit. Endirinn minnti mig á fræga þáttaseríu Dallas þar sem kom í ljós í síðasta þætti að þetta var allt saman draumur. Persónur verksins eru leystar úr snörunni og við sem áhorfendur skildir eftir með tómleikatilfinningunni í maganum. Var þetta allt og sumt?“

Lestu alla gagnrýnina í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Í gær

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?