Myndin kom út árið 2013, dóttir hans, Elle Olivia, var þá 11 ára.
Stiller opnar sig um málið í heimildarmynd um foreldra hans, Jerry Stiller og Anne Meare – Stiller & Meara: Nothing Is Lost.
Hann segist hafa erft fullkomnunaráráttu föður síns og þess vegna tekið þessa ákvörðun. Hann sagði við dóttur sína: „Þetta er örugglega versta ákvörðun sem ég hef tekið í lífi mínu.“
„Fyrir mig þá snýst þetta um mín eigin vandamál og þráhyggju varðandi störf mín, að allt sé „fullkomið.““
Stiller á Ellu og soninn Quinlin Dempsey Stiller með eiginkonu sinni og leikkonunni Christine Taylor.
Aðspurður hvort hann tengdi við upplifun Ellu sagði Quinlin: „Þú ert að reyna að sinna mörgum hlutverkum á sama tíma. Vera leikstjóri, leikari, framleiðandi, höfundur og faðir, og stundum kom föðurhlutverkið í síðasta sæti á eftir öllu hinu.“
Ben Stiller sagðist einnig sjá eftir því að hafa verið svona utan við sig og hugsað mikið um vinnuna þegar hann var með börnunum sínum.