Hann trúlofaðist Natalie og muna margir aðdáendur þáttanna eftir athöfninni í kirkjunni þegar Natalie sagði nei við altarið. Þau hættu þó ekki saman fyrr en nokkrum mánuðum síðar.
Það var ekki bara höfnun Natalie sem vakti athygli heldur hegðun Shayne, sem virtist mjög æstur og eins og hann væri jafnvel á einhverjum vímuefnum. Hann viðurkenndi seinna að hafa verið á að glíma við fíknivanda á þessum tíma. Hann sagðist einnig glíma við ADHD sem hefði áhrif á hegðun hans.
Um tíma var umræðan svo mikil um Shayne að hann tók sér frí frá samfélagsmiðlum en hann hefur nú snúið til baka.
Hann birti myndband á TikTok þar sem má sjá tvær klippur, sú fyrri er frá athöfninni í Love is Blind og seinni er af honum í dag, vöðvastæltum að taka á því í ræktinni.
„Þau sýndu frá því þegar ég náði botninum, nú geta þau horft á mig snúa aftur.“
@shaynejansen When fighting average alone what comes out is a fucking monster #loveisblind #perfectmatch #netflix ♬ original sound – Shayne Jansen