fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Fókus
Þriðjudaginn 14. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnsfaðir söngkonunnar Britney Spears er að gefa út æviminningar sínar en þar lýsir hann sambandi sínu við söngkonuna, forsjárdeilum þeirra og svo framkomu söngkonunnar í garð barnanna sem oft var ógnvekjandi.

Kevin Federline er helst frægur fyrir að vera fyrrum eiginmaður og barnsfaðir ofurstjörnunnar Britney Spears. Þau voru gift í skamman tíma, eða frá árinu 2004-2007 og eiga saman tvo syni, Sean Preston sem er tvítugur og Jayden James sem er 19 ára.

Federline lýsir í bók sinni ógnvekjandi uppákomu, sem hann segir reyndar ekki hafa verið einsdæmi.

„Stundum vöknuðu þeir á nóttunni og sáu hana standa þögla í dyragættinni, að stara á þá sofa „Ó, eruð þið vakandi?“ – með hníf í hendinni. Síðan sneri hún við og gekk í burtu án þess að segja nokkuð.“

Bókin er ekki komin út, en The New York Times hefur fengið senda kafla úr henni.

Britney hefur glímt við andlega erfiðleika og var um langan tíma sjálfræðissvipt. Samskipti hennar við synina hafa litast af þessum áskorunum og voru lengi vel slitrótt og stirð. Hún birti þó mynd af sér með yngri drengnum árið 2023 og tók fram að það eina sem hana hafi dreymt um í lífinu væri að stofna til fjölskyldu og verða móðir.

Jayden sagði í viðtali við Daily Mail árið 2022 að hann væri fullviss um að í framtíðinni gæti hann átt í góðu sambandi við móður sína.

„Það mun bara taka mikinn tóma og vinnu. Ég vil bara að hún nái sér andlega. Þegar hún er orðin betri langar mig mikið að hitta hana aftur.“

Federline segist í bók sinni enn hafa áhyggjur af heilsu barnsmóður sinnar. Nú sé hún komin með sjálfræðið aftur og enginn til að bjarga henni frá sjálfri sér. Líf hennar stefni í óefni.

„Það er að verða ómögulegt að láta eins og ekkert sé. Frá mínum dyrum þá er tíminn að renna út og við erum að nálgast örlagastundina. Eitthvað slæmt mun eiga sér stað ef ekkert breytist og minn stærsti ótti er að synir okkar muni standa eftir í rústunum.“

Federline telur að barátta aðdáenda söngkonunnar fyrir sjálfræði hennar hafi valdið skaða. Nú ættu aðdáendur að reyna að bjarga söngkonunni frá sjálfri sér.

„Nú, meira en nokkru sinni áður, þurfa börnin okkar ykkar aðstoð. Ég hef getað gengið á milli í gegnum árin en nú er þetta vaxið mér yfir höfuð. Það er kominn tími til að hringja viðvörunarbjöllunum.“

Æviminningarnar koma út eftir viku, þann 21. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum

Kótilettukvöld Samhjálpar – Fagna árangri fjölda fólks við að ná bata frá fíknisjúkdómnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti

Tvö íslensk söfn valin á lista þeirra undarlegustu í Evrópu – Enduðu í fyrsta og fjórða sæti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali

Nicole Kidman opnar sig um erfiðleika og „óbærilegan sársauka“ í nýju viðtali