fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Fókus

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildri grínhátíð í Saudi-Arabíu er nú lokið. Riyadh-hátíðin hófst þann 26. september og stóð yfir þar til í dag. Þar komu fram margir af þekktustu grínistum Vesturlanda, þar með taldir Kevin Hart, Gabriel Iglesias, Pete Davidson, Aziz Ansary, Bill Burr, Jimmy Carr, Dave Chappelle, Louis C.K, Tom Segura, Christ Tucker og Jack Whitehall, svo dæmi séu tekin.

Fleiri þekktum var boðin þátttaka en afþökkuðu, sumir pent en aðrir með dramatískari yfirlýsingum. Þeir sem þáðu boðið hafa enda verið harðlega gagnrýndir fyrir að taka þátt í hátíð hjá þjóð sem virðir ekki alfarið mannréttindi.

Burr brjálaður

Bill Burr er einn þeirra sem mættu og kærir sig kollóttan um gagnrýnina. „Almenna viðhorfið er: „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað og láta þetta kúgaða fólk hlæja, helvítis skítseiðið þitt. Ég trúi ekki að þú hafir farið þangað. Ég finn staðinn ekki á korti og þessi botti sagði mér að vera í uppnámi yfir þessu svo nú er ég það“. Það er eitt að klæðast fatnaði úr þrælabúðum, það er annað að fara í verksmiðjuna og fá þau til að hlæja,“ segir Burr í hlaðvarpinu hjá Conan O’Brien. Burr sagðist undrandi á því hversu reiður hann er yfir gagnrýninni enda sé hún með öllu óverðskulduð.

Það sé einnig galið að gagnrýna grínista fyrir að koma fram á grínhátíð á sama tíma og bandarísk stjórnvöld gangi með offorsi fram gegn eigin borgurum. „Drottinn minn Kristur, við erum að grípa mæður og feður og troða þeim inn í sendibíla fyrir að búa til ólögleg takkó og sendum þau í krókódíla-Alcatraz. Það er sturlað. Einhvern daginn verða þau uppiskroppa með brúnt fólk til að setja í þessa bíla. Þau verða samt áfram með bíla svo ekki koma ykkur of vel fyrir í þeirri blekkingu að þið séuð undanskilin þessu.“

Burr segir gagnrýnina koma frá fólki sem stundi dyggðaskreytingu sem mætti heldur líta í eigin barm. Burr bendir á að helsta gagnrýnin á Saudi-Arabíu sé að þar séu mannréttindi ekki komin á sama stað og þau eru á Vesturlöndum og þar ríki mikið afturhald. Hérna hafi Saudi-Arabía boðið til sín grínistum með alls konar stjórnmálaskoðanir og brandara sem mörgum þar í landi þykja líklega mjög óviðeigandi. Þetta sé því tilraun til framþróunar og frjálslyndis sem beri að fagna.

Skref í rétta átt

Louis C.K hefur tekið í sama streng og bent á að á hátíðinni hafi komið fram grínisti sem sé bæði lesbía og gyðingur. Hún hafi fengið standandi uppklapp. Grínistunum hafi aðeins verið bannað að gera grín að tvennu – trú Saudi-Araba og ríkisstjórn þeirra.

Grínistinn Aziz Ansari segist hafa verið á báðum áttum með að koma fram á hátíðinni. Vissulega megi gagnrýna stjórnvöld í Saudi-Arabíu og hvað þau eru og hafa gert. Það sama eigi þó ekki við um allt fólkið í landinu. Þar sé að finna fólk sem er á móti ríkisstjórn sinni rétt eins og í öðrum löndum. Hann ákvað á endanum að koma fram enda þykir honum nauðsynlegt að hvetja ekki til frekari einangrunar og því honum fannst grínhátíðin vera skref í rétta átt.

Pete Davidson hefur verið öllu hreinskiptnari en aðrir þegar hann ræðir um hátíðina. Hann viðurkenndi að honum var boðin væn greiðsla fyrir að koma þarna fram. „Ég sá upphæðina og sagði: Ég fer.“

Þáði boðið en var bannað að koma fram

Gagnrýnendur halda því þó fram að Saudi-Arabía hafi engan áhuga á að breytast. Hátíðinni hafi verið ætlað að milda ímynd landsins til að liðka fyrir viðskiptum og alþjóðlegum samskiptum. Þetta snúist á endanum allt um peninga.

Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies átti að koma fram á hátíðinni. Boð hans var þó afturkallað. Fyrir hvað? Nú fyrir að segja að yfirvöld í Saudi-Arabíu hafi látið myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi. Það kaldhæðna er að Jefferies var að verja Saudi-Arabíu þegar ummælin féllu. Hann sagði að vissulega væri ekki gott þegar ríkisstjórnir láta drepa fjölmiðlafólk en það sé að gerast á fleiri stöðum en bara í Saudi-Arabíu og að þó það væri leitt að Khashoggi hefði verið myrtur þá væri það ekki hæðin sem Jefferies væri tilbúinn að deyja á, eða með öðrum orðum það væri leiðinlegt en Jefferies fannst það ekki skipta nægilega miklu til að hann gerði mál úr því.

Grínistar sem afþökkuðu voru til dæmis Shane Gillis, Leslie Liaos, Atsuki Okatsuka og Mike Birbiglia. Gillis sagði í hlaðvarpinu Secret Podcast: „Ég tók afstöðu út af prinsippinu að maður gerir ekki 9/11 við vini sína,“ en þar vísaði grínistinn til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001.  Okatsuka birti hluta af samningnum sem hún hafði fengið sendan með boði sínu um þátttöku. Hún sagðist afþakka þar sem peningarnir kæmu beint frá krónprins Saudi-Arabíu sem stundaði það að myrða blaðamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan brotnaði niður í dómsal – „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“

Leikkonan brotnaði niður í dómsal – „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mörgum finnst að ég geti alveg gefið þeim peninga eða að það þurfi ekki að borga til baka. Þannig hef ég tapað vinum.“

„Mörgum finnst að ég geti alveg gefið þeim peninga eða að það þurfi ekki að borga til baka. Þannig hef ég tapað vinum.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd