fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Segja að djörf hlutverk Nicole Kidman hafi stuðlað að brestum í hjónabandinu

Fókus
Miðvikudaginn 1. október 2025 06:30

Nicole Kidman hefur tekið að sér djörf hlutverk undanfarið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var greint frá því að stórleikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban væru skilin eftir 19 ára hjónaband. Skilnaðurinn á að hafa komið Kidman í opna skjöldu en opinbera skýringin var sú að gjá hefði myndast milli hjónanna vegna annríkis beggja.

Í umfjöllun Daily Mail kemur hins vegar fram að afbrýðissemi Urban hafi einnig stuðlað að endalokum hjónabandsins. Kidman hefur undanfarið tekið að sér hlutverk í myndum og þáttaröðum sem eru afar erótísk, til að mynda í kvikmyndunum A Family Affair og Babygirl sem og sjónvarpsþáttaröðinni The Perfect Couple.

Nicole og Keith þegar allt lék í lyndi. Mynd/Getty Images

Sjóðheit kynlífsatriði Kidman, oft á tíðum á móti mun yngri karlkyns leikurum, hafi gert það að verkum að Urban hafi orðið afar afbrýðissamur þrátt fyrir að að opinberlega hafi hann sagst styðja eiginkonuna af öllu hjarta. Er meðal annars vitnað í útvarpsviðtal í Ástralíu sem var tekið í gegnum Zoom en þar var Urban spurður hvað honum þætti um þessi fjölmörgu opinskáu kynlífsatriði eiginkonunnar. Urban slökkti þá á forritinu og lét sig hverfa úr viðtalinu.

Þá var Kidman spurð út í það á dögunum hvort að hjónaband hennar við Urban væri eins fullkomið og af hefði verið látið. Svaraði leikkonan því til að ekkert hjónaband væri fullkomið og hennar hjónaband væri ekki undanskilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“