fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Segir það andlegt ofbeldi þegar talað er illa um hitt foreldrið – „Þetta eru bara svona tálmunartilburðir“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. janúar 2025 10:34

Valgerður Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta myndi maður kalla bara tilfinningalegt ofbeldi og andlegt ofbeldi, þetta er bara hreint og beint ofbeldi gagnvart barninu,“

segir Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi um tilvik þegar foreldri úthúðar hinu foreldrinu í viðurvist barns þeirra.

Valgerður sem er viðmælandi Kiddu Svarfdal í Fullorðins ólst sjálf upp við að búa í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu. Hún hefur haldið úti heimasíðunni stjuptengsl.is síðan árið 2004 og hefur sérhæft sig í að hjálpa stjúpfjölskyldum.

„Það er annað mál að upplýsa: „Pabbi þinn er fíkill og það er þess vegna sem þú ferð ekki til hans. Þegar hann er í lagi þá gengur það upp. Það er allt annað. En ef pabbi þinn er bara fífl og fáviti yfirhöfuð og maður veit ekkert af hverju. Þetta er allt annar hlutur.

Að vera með þennan talsmáta fyrir framan börn er bara mjög mjög ljótt. Ef ég er með tortryggni gagnvart föður mínum af því hann er fífl og fáviti og mömmu finnst það. Oft er það þannig að börn eiga góð kynni af foreldrum sínum og vita betur, en þau þora ekki að fara á milli.“

Valgerður segir það mjög slæmt ef það er markviss tilgangur með slíku tali að koma í veg fyrir umgengni.

„Og svara ekki síma, vera ekki til staðar, þá ertu náttúrlega að gera allt erfitt. Ef ég get til dæmis aldrei ákveðið mig hvenær er sumarfríið, eða ég get aldrei svarað hvort ég verði heima þegar þú ert að sækja barnið eða ég er búin að sækja það í leikskólann þú verður að sækja það. Þetta eru bara svona tálmunartilburðir.“

Valgerður segir framkomu sem þessa mjög slæma. Kidda rifjar upp að þegar við erum börn þá trúum við að foreldrar okkar segi alltaf satt. „Ég man eftir því þegar fattaði að foreldrar mínir voru ekki fullkomnir og þau höfðu ekki alltaf rétt fyrir sér. Þá var ég orðin stór. Maður hélt einhvern veginn alltaf að maður fengi réttu upplýsingarnar.“

Valgerður segir að oft sé eins og mæðrum finnist þær eiga meiri umgengnisrétt en feður.

„Það er eins og þessi börn hafi verið eingetin og þú sért að gera pabbanum greiða að fá barnið. Það er annað með litlu börnin, brjóstabörnin. En þetta er bara sjónarmið sem er ekki gilt. Auðvitað þegar þú talar illa um foreldri og þú ert með svip og tón þá ertu að stýra og stjórna sjónarmiðum barnsins og það er náttúrlega mjög neikvætt.“

Valgerður tekur sem dæmi þegar foreldri vill sækja barn fyrr af leikskóla, til dæmis klukkustund fyrr, og það er gert mikið mál úr því. Eða barn sofi heima hjá foreldri, frekar en ömmu.

„Auðvitað ef vantar tengslin þá er þetta erfitt. Maður hendir ekki bara börnum einhvern veginn ef vantar tengsl. Að öðru leyti er þetta bara stjórnsemi.

Fyrir börn að eiga stórt og gott bakland er ómetanlegt. Hvort sem það er í föður- eða móðurfjölskyldu, eða stjúpfjölskyldu. Þetta er allt gríðarlega mikilvægt. Ég hef bakland, mér líður vel, ég er elskuð, ég er eftirsótt, þetta skiptir allt máli. Þess vegna er rosalega sorglegt ef í sumum tilvikum mæður eru þarna staddar, ég skil vel ef þær vantreysta ef er neysla í gangi. En ef það er ekki og þær eru bara ógeðslega pirraðar, af því hann gerði þetta og sagði hitt, og mamma hans sagði eitthvað einu sinni og þess vegna er hægt að taka hann út af sakramentinu að eilífu, þá þarf maður að staldra við og hugsa.“

Mikilvægt að huga líka að parasambandinu

„Ef þú ert að gera þetta og börn eru ekki að fara milli heimila og þú ert komin með nýjan maka. Makinn er fyrst og fremst í þessu sambandi út af þér. Þið þurfið líka tíma saman sem par. Og barnið græðir á því að þið séuð í góðu sambandi. Þetta virkar í allar áttir.

Ef maður er staddur þarna í mörg ár þá er maður ekki almennilega skilinn. Ef þú getur hleypt þessari manneskju svona upp í tilfinningalífi þínu í mörg ár út af einhverju þá ertu ekki búinn að klára þetta. Ef það er eitthvað alvarlegt að þá er það bara barnaverndarmál. Ef þú óttast um velferð barnsins þá afhendir þú það ekki hverjum sem er.

Ef ég sæti hér í dag með þvílíka gremju um leið og ég fer að tala um þennan mann þarna sem ég skildi við, og ég væri komin með viprur og tón, þá er ég enn með hann í taugakerfinu. Þá þarf ég að hugsa: „Langar mig að vera þarna, er þetta áhugavert fyrir maka minn að finna það að ég geti lagst á hliðina um leið og einhver er nefndur á nafn.“ Þá myndi ég segja nú skalt þú fara að vinna aðeins í sjálfri þér, kláraðu þennan skilnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“