fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

„Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2025 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjáröflunar- og vitundarvakning Krafts 2025 ber yfirskriftina „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur, en um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju hér á landi.

„Hvort sem við höfum greinst með krabbamein, einhver okkur nákominn eða við orðið fyrir öðrum áföllum á lífsleiðinni, þá eigum við öll okkar skugga sem er alltaf til staðar – Stundum er skugginn stór, stundum verður hann að daufum útlínum og stundum hverfur hann alveg undir skósólana. Hann er þögull ferðafélagi og partur af lífi okkar allra.“

Herferðin er jafnframt stærsta fjáröflun sem félagið fer í og hófst í gær með opnunarhátíð í verslun Rammagerðarinnar á Laugavegi. Auglýsing vitundarvakningarinnar 2025 var frumsýnd og nýja Lífið er núna húfan kynnt til leiks.

Lífið er núna húfan er til sölu til 12. febrúar.
Lífið er núna dagurinn
„Þann 30. janúar hvetjum við alla og fyrirtæki til að halda hátíðlegan Lífið er núna daginn en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar. Ekki bíða eftir mómentinu heldur skapaðu það þegar þig langar til! Við hvetjum vinnustaði til að brjóta upp hversdagsleikann með því til dæmis að hafa hrós-dag, vinaleik, mæta í sínu fínasta pússi eða bjóða upp á appelsínugular veitingar, hvetja starfsfólk til að fara í göngutúr í hádeginu og gera sér dagamun og huga að heilsunni. Í tilefni dagsins hvetjum við alla og fyrirtæki til að gera appelsínu gula litnum okkar hátt undir höfði, brjóta upp daginn með appelsínugulum kaffiveitingum, skreyta heima og kaffistofuna í vinnunni, klæðast appelsínugulu og skapa minningar með sínu besta fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli