fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Ísraelsmenn saka VÆB um að hafa stolið þekktu lagi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 09:14

Mynd/Ragnar Visage/Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag drengjanna í VÆB fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár, „RÓA“, hefur vakið mikla athygli utan landsteina. Ísraelsmenn hafa verið háværir í athugasemdum á TikTok og segja lagið „stolið“ frá þeirra heimalandi. Gagnrýnendur segja lagið keimlíkt ísraelsku brúðkaupslagi.

Bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson skipa hljómsveitina VÆB og eru skráðir höfundar lagsins ásamt Inga Þór Garðarssyni. Þeir þrír eru einnig skráðir sem textahöfundar. Þeir hafa ekki svarað fyrirspurn DV um málið að svo stöddu.

TikTok-síðan Eurovision Flare birti brot úr „RÓA“ og hafa fjölmargir Ísraelsmenn skrifað athugasemd við myndbandið og sakað VÆB um að herma eftir frægu ísraelsku lagi, „Hatunat Hashana“ með Itay Levi og Eyal Golan.

„Ég veit að Ísland hatar Ísrael en að ganga svona langt að herma eftir ísraelsku lagi?“ sagði einn netverji.

„Hey, þetta er sama lagið,“ sagði annar.

Skjáskot/TikTok

„Þetta er frægt ísraelskt lag,“ sagði einn netverji og hafa tugi fleiri athugasemda sem segja það sama hafa verið ritaðar við myndabandið.

Hlustaðu á ísraelska lagið hér að neðan. Frá mínútu 00:31 vilja netverjar meina að lögin séu mjög lík.

Hlustaðu á RÓA hér að neðan.

Uppfærð frétt klukkan 10:50

Matthías Davíð Matthíasson svaraði fyrirspurn DV. Til að sjá svar hans, smelltu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro