fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?

Fókus
Laugardaginn 11. janúar 2025 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson er nýr umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra en áður en hann settist á þing fyrir Samfylkinguna árið 2021 hafði hann getið sér gott orð sem blaðamaður, fyrst á DV og svo á Stundinni. Hann mætti í Vikuna með Gísla Marteini í gærkvöldi og minnti þar landsmenn á að áður en hann gerðist verðlaunablaðamaður var hann barnastjarna.

Þegar Jóhann Páll var 12 ára samdi hann lag sem sló í gegn á Netinu og í útvarpi. Þar biðlaði Jóhann til hlustenda með söng að hjálpa sér að finna glaðværa vin sinn Guðmund.

„Það er aðeins óvænt að það er önnur barnastjarna í sófanum,“ sagði Gísli Marteinn í þættinum í gær eftir að tónlistarkonan Elín Hall hafði flutt lagið Í kvöld í sófanum. „Ég held við þurfum að fá að sjá mynd af YouTube.“

Jóhann Páll rak upp stór augu þegar Gísli afhjúpaði fortíð hans sem barnastjarna og birti mynd af honum, 12 ára með gítarinn.

„Var þetta upphaf og endir tónlistarferilsins?“ spurði Gísli. „Já,“ svaraði Jóhann Páll raunamæddur og tók fram að hann væri svokallað eins-slagara-undur. Jóhann segir að viðlagið eftirminnilega hafi orðið til þegar hann og félagarnir voru heima hjá Halldóri Eldjárn. Halldór lagði til að þeir myndu söngla lag sem ætti að heita Hvar er Guðmundur. „Svo í einhverri hvatvísi var þetta gefið út og sett á rokk.is. Vinsælasta lag rokk.is frá upphafi sko.“

Svo benti Gísli Jóhanni á að það væri nú gítar við hlið hans. „Ég veit alveg hvað þú ert að fara biðja mig um,“ sagði Jóhann sem var fljótur að kveikja á perunni og áhorfendur fögnuðu í sal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro