fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Guðrún Sørtveit: „Það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 11:54

Guðrún Helga Sørtveit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Helga Sørtveit, áhrifavaldur og eigandi fyrirtækisins Fyrsta árið, er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

Guðrún Helga, 32 ára, og unnusti hennar, Steinar Örn, kynntust ung og hafa verið saman í fimmtán ár. Þau eiga tvö börn, fædd 2020 og 2022.

Í þættinum opnar Guðrún sig um móðurhlutverkið, þegar hún fékk utanlegsfóstur sem varð til þess að fjarlægja þurfti annan eggjastokkinn og gleðina og kvíðann sem hún upplifði þegar hún varð fljótlega aftur ófrísk. Hún segir frá báðum meðgöngunum og fæðingunum og ræðir einnig á einlægan hátt um fæðingarþunglyndi, samfélagsmiðla og margt fleira. Hlustaðu á þáttinn á Spotify, hér fyrir neðan má lesa textabrot upp úr þættinum.

Guðrún vissi það alltaf að hana langaði að verða móðir. „Ég hef alltaf haft svona tilfinningu, alltaf langað að vera mamma, bara síðan ég var vel lítil og það hefur alltaf verið rosalega sterkt í mér að verða mamma,“ segir hún.

Þrátt fyrir að kynnast ung tóku Guðrún og Steinar því rólega, þau fluttu fyrst saman eftir átta ára samband og voru aðeins farin að hugsa um barneignir þegar örlögin gripu í taumana. Guðrún fékk jákvætt óléttupróf og var það mjög velkomið. Hún tók fleiri próf sem voru öll jákvæð, parinu til mikillar gleði.

„Við vorum mjög spennt,“ segir Guðrún, sem sótti sér alls konar smáforrit tengd meðgöngu í símann, leitaði sér alls konar upplýsinga á netinu og var virkilega tilbúin í þetta nýja hlutverk.

„Þannig að maður var kominn svo ótrúlega langt. Ég held að margar konur tengi við það. Maður er bara: Já, líf mitt er bara að fara að breytast.“

Guðrún og Steinar ásamt börnum.

„Ég hélt að ég gæti ekki geta átt börn eftir þetta“

Þau fóru í snemmsónar og fengu þær erfiðu fréttir að það væri ekkert fóstur í leginu og að hugsanlega væri um utanlegsfóstur að ræða. Guðrún fór ringluð úr læknatímanum og byrjaði að leita sér upplýsinga á netinu til að fá einhver svör.

„Ég var í áfalli. Sérstaklega því ég hafði aldrei verið ólétt áður og það voru mjög neikvæðar upplýsingar, allavega á þeim tíma, um utanlegsfóstur. Það var ekki jafn gott upplýsingaflæði og í dag, fólk var ekki byrjað að opna sig á TikTok og öðrum miðlum um eigin reynslu eins og í dag,“ segir hún.

„Ég fann ekki mikið um utanlegsfóstur, það eina sem ég fann var ég eiginlega bara í sjokki yfir. Ég hélt að ég gæti ekki átt börn eftir þetta og þetta væri bara búið þarna.“

Næstu vikur eftir snemmsónarinn eru í móðu en Guðrún var send í blóðprufu á hverjum degi í nokkrar vikur. „Og ég vissi aldrei… þau gátu aldrei staðfest að þetta væri utanlegsfóstur. Af því það er bara hægt að staðfesta þetta með aðgerð.“

Guðrún segir að andlega líðanin á þessum tíma hafi verið hræðileg. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því hvað þetta var mikið svona áfall fyrr en mörgum árum seinna,“ segir hún.

„Ég lokaði bara á þetta og langaði helst bara að þetta væri búið, en ég var ótrúlega þung og langaði ekki að fara út. Ég var líka hrædd, því mér var sagt að eggjaleiðarinn gæti sprungið og þá myndi ég detta niður og ætti þá að hringja í sjúkrabíl.“

Guðrún Helga Sørtveit.

Varð ólétt mánuði seinna

Guðrún var send í aðgerð þar sem annar eggjaleiðarinn var tekinn.

„Líkaminn er svo magnaður að hinn eggjaleiðarinn byrjar að vinna fyrir báða, sem er svo fallegt,“ segir Guðrún. Bataferlið var stutt, um tvær vikur og var Guðrún búin að búa sig undir að það gæti tekið hana hálft ár eða ár að verða þunguð aftur. En strax í næsta tíðarhring varð hún ólétt.

Á sama tíma og þetta voru mikil gleðitíðindi þá fann Guðrún fyrir miklum kvíða og var hún hrædd um að sagan myndi endurtaka sig eða hún myndi missa fóstrið með öðrum hætti.

„Það voru alls konar litlir hlutir sem ég gerði sem ég var kannski bara svona að halda fyrir mig, eins og ég var alltaf að kíkja í klósettið hvort það væri blóð,“ segir hún. Óttinn var til staðar alla meðgönguna en sem betur fer gekk vel og fæddi Guðrún stúlku þann 14. febrúar 2020.

Guðrún Helga Sørtveit.

Fyrsta rauða viðvörunin

Guðrún var gengin 41 viku og sex daga þegar stúlkan kom loksins í heiminn, en daginn sem hún átti að vera gangsett var í fyrsta skipti sem rauð viðvörun var gefin út á höfuðborgarsvæðinu.

„Við vorum fengin til að gista á spítalanum daginn fyrir. Svo átti ég að vakna daginn eftir og fá gangsetningartöflu. En síðan fór ég sjálf af stað um nóttina,“ segir Guðrún, sem segir alla fæðingarsöguna í þættinum sem má hlusta á hér.

Guðrún fer um víðan völl í þættinum og deilir einnig fæðignarsögu sonar síns, sem fæddist í október 2022. Hægt er að fylgjast með Guðrúnu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki