fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

Fókus
Föstudaginn 15. ágúst 2025 11:30

María Sigrún Hilmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV greinir frá því að hún sé á batavegi eftir alvarlegt skíðaslys sem hún lenti í um síðustu páska. Hún segist vera á batavegi en þó sé nokkuð enn í að hún verði söm aftur en María Sigrún segir að gangi vel á næstum vikum reikni hún með að geta snúið aftur til vinnu í október.

María Sigrún ræddi slysið við fjölmiðla í byrjun maí og greindi frá því að hún hefði verið á skíðum á Snæfellsjökli með fjölskyldu sinni þegar hún hefði dottið og þá um leið hefði snúist svo illa upp á vinstri fótinn að hún hefði ökklabrotnað og liðband og krossband í hnénu slitnað. Sagðist María Sigrún í samtali við Vísi  aldrei hafa upplifað annan eins sársauka en hún hefur fætt þrjú börn.

María Sigrún fór í aðgerð á brotna ökklanum á páskadag en þá átti hún eftir að fara í aðgerð á hnénu.

Hún greinir síðan frá því í nýrri færslu á Instagram að hnéaðgerðin hafi farið fram í fyrradag. Aðgerðin hafi verið margþætt en gengið vel:

„Þar var meðal annars búið til nýtt fremra krossband úr sin sem tekið var af framan af sköflungi.“

Næstu skref

María Sigrún segir næstu skref vera þau að á næstu vikum muni hún þurfa að styðjast við hækjur og verkjalyf samhliða markvissri endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara. Nú 4 mánuðum eftir slysið sé hún orðin nokkuð góð af ökklabrotinu og ef allt gangi vel á næstu vikum muni hún komast aftur til vinnu um miðjan október. María Sigrún segist hlakka til þess að vinstra hnéð, sem fór svona illa í slysinu, fari aftur að virka eðlilega en það sé líklega enn nokkuð í að það gerist og það sé heldur ekki alveg öruggt:

„Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur, sitja á hækjum mér og snýta litlum nebbum í augnhæð. Það er ekki gefið og gæti tekið eitt ár, en þangað stefni ég.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu