Ragnhildur Jónsdóttir, Ragga Holm, tónlistarkona, plötusnúður og meðlimur Reykjavíkurdætra og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar.
Ragga og Elma eignuðust frumburð sinn, soninn Bjarka, 22. október síðastliðinn.
Elma átti afmæli í gær og birti Ragga fallega myndasyrpu af fjölskyldunni á Instagram. Segir Ragga það hápunkt sumarsins að Elma sagði já við bónorðinu.
„Elma er uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum og besta mamma sem hægt er að finna. Ég og Bjarki erum svo heppin. Hún á hrós skilið að höndla mína hvatvísi, eða hún gerir það svona yfirleitt ef ekki þá er hún í það minnsta fljótt að kippa mér lóðbeint niður á jörðina. Hápunktur sumarsins er að hún sagði Já. Ég hlakka til að upplifa restina af ævinni með þér. Ég elska þig ástin mín. Til hamingju með daginn þinn.“
View this post on Instagram
Ragga var gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV, í fyrra.
Sjá einnig: „Ég hef aldrei litið á mína fortíð sem veikleika“