fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Ragnhildur segir okkur að hætta að bera okkur saman við aðra – Gerðu þetta í staðinn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. maí 2025 14:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um óraunhæfar væntingar okkar til sjálfsins og líkama okkar og hvað það gerir þegar við berum líkama okkar saman við aðra og/eða fyrri útgáfu af sjálfum okkur.

Líkamar breytast út af alls konar.

Breyttar heilsuvenjur.

Breytt heilsufar.

Breyttur hormónabúskapur.

Breytt tímatafla.

Aukinn aldur.

Þú hefur kannski minni tíma til að æfa en áður.

Estrógen og testósterón dvínandi með aldri.

Þú ert að jafna þig eftir veikindi.

Þú tókst pásu frá æfingum.

Þú hefur verið slakari í mataræðinu.

Þú gekkst með barn.

Þú ert þreyttari en áður.

Útlit, lögun og geta líkamans getur verið önnur í dag.

Samanburður við gamla útgáfu skrokks vekur hjá okkur stöðugar tilfinningar um að vera ekki nóg, gera ekki nóg, eiga ekki nóg.

Mynd: Ragga nagli

Ragga segir að slíkt ræni þig ekki bara gleðinni, heldur hvatningu og drifkrafti með að bera þig saman við aðra og fyrri útgáfu af sjálfum þér.

Hugsanir um að þetta heilsubrölt sé hvort sem er ekki þess virði því þú verður hvort sem er aldrei eins og barnlausi inflúensarinn með allan heimsins tíma.

Þú verður hvort sem er aldrei eins og leikkonan sem hefur einkaþjálfara, kokk, hreingerningakonu og barnapíu á launaskrá. 

Óraunhæfum væntingum til sjálfsins og ómannlegum kröfum fylgir ekkert nema neikvæð sjálfsmynd, lundin verður níðþung og sjálfstraustið fer niður í kjallara.

Óháð því hvort þú syrgir fyrrum útgáfu líkamans.

Hann þarf samt ást og virðingu. Hann á samt skilið að þú heiðrir þörf hans til að hreyfa sig. Líkaminn á skilið úrvals næringu. Hann þarf góðan svefn. Hann er samt þinn helsti bandamaður.

Ragga segir að þú þurfir ekki endilega að gera alltaf betur í dag en í gær.

Miklu frekar, ertu að gera þitt besta fyrir heilsuna í dag út frá aðstæðum?

Er það tíu mínútna æfing. Er það grænmeti með einni máltíð. Er það að drekka nóg af vatni yfir daginn. Er það að fara í göngutúr. Eða snemma að sofa.

Ef svarið er já, þá ertu að setja í sparibauk heilsunnar.

Stundum er það þúsund kall. Stundum bara króna.

Hver einasta lítil heilsuhegðun styrkir sjálfsmyndina að þú sért heilsumelur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“