fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

Guðmunda fékk góða áminningu um kærleikann í árlegri ferð sinn í Mjóddina

Fókus
Laugardaginn 17. maí 2025 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmunda G. Guðmundsdóttir er öryrki og samfélagsrýnir sem hefur skrifað fjölda greina sem gjarnan hafa vakið athygli en hún fjallar þar gjarnan um þá sem minna mega sín í samfélaginu og um reynslu sína sem aðstandandi einstaklings með fíknisjúkdóm.

Guðmunda greinir nú frá hversdagslegu atviki í árlegri ferð sinni í Mjóddina, þar sem kærlikurinn pikkaði í öxlina á henni. Pistillinn birtist hjá Vísi í morgun.

„Ég brá mér í Mjódd, en það gerist svona einu sinni á ári, ég hafði með mér prjónaföt til að gefa Rauðakrossbúðinni í leiðinni, er ég hraðaði mér fyrir hornið á Nattó mælti til mín ung brosmild kona „ég er að selja penna til styrktar heimilislausum karlmönnum.“

Guðmunda segir að þarna hafi komið á hana smá fát. Hún fór strax að hugsa til þess tíma þegar hennar eigin sonur var heimilislaus. Hann tók sig á fyrir 17 mánuðum eftir langa baráttu við fíknisjúkdóm og langvarandi heimilisleysi. Sonur hennar stendur sig vel í dag og Guðmunda þakkar fyrir það á hverjum degi að hafa fengið hann aftur og að hann sé í öruggu húsnæði í dag. Hún rifjar upp að hún hafi skrifað greinar og tekið þátt í ýmsu starfi í þágu heimilislausra og þeirra sem glíma við fíkn. Hún hefur þó dregið sig mikið úr slíku starfi eftir að sonur hennar komst á beinu brautina en styrkir þó enn málefni þessu tengt.

Guðmunda segir að bara í gær hafi hún verið að ræða við son sinn um ástandið í heiminum og hvað það vanti meira af ást og virðingu, þá sérstaklega í umræðunni um ástandið á Gaza-ströndinni í átökum Palestínu og Ísrael.

„Svo pikkar Kærleikurinn í öxlina á manni í Mjóddinni sama dag, sem betur fer er fullt af fólki sem vill hjálpa þeim sem þurfa“

Guðmunda sneri aftur til ungu konunnar, keypti penna og þáði bækling með kynningu um Kærleikssamtökin. Þegar heim var komið las Guðmunda bæklinginn og skoðaði heimasíðu samtakanna og líst vel á starfið sem þessi samtök gera fyrir fíknisjúka og fólk í bata.

Kærleikssamtökin eru nú að safna 10 milljónum til að geta opnað dagsetur fyrir heimilislausa karlmenn. Einnig 7 milljónum til að geta opnað áfangaheimili eftir meðferð og öðrum 7 milljónum til að geta opnað félagsheimili. Kynna má sér starfsemina á vefsíðu samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það eina sem Demi Moore krafðist fyrir fræga bikiníatriðið

Það eina sem Demi Moore krafðist fyrir fræga bikiníatriðið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús Carlsen á von á litlu peði með drottningu sinni

Magnús Carlsen á von á litlu peði með drottningu sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á Eurovision“

„Búin að tilkynna mér að hún ætli að loka á samskipti við 7 ára son minn ef ég leyfi honum að horfa á Eurovision“