„Við vitum ekki hvort það sé gott, við ætlum bara að flytja það,“ sagði Hálfdán í myndbandi á TikTok.
Lagið heitir „Doctor Saxophone“ og sagði Hálfdán að það væri frekar skrýtið lag en þeir myndu kannski gefa það út ef þeir fengu fimm þúsund „likes“.
Þegar fréttin er skrifuð hefur fimm þúsund manna múrinn verið rofinn og bíða aðdáendur spenntir.
Það er gaman að segja frá því en pabbi bræðranna, Matthías V. Baldursson, spilar á saxófón, þannig það er spurning um hvort hann sé doktorinn sem um ræðir?
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@bara_vaeb Should we release this chat? #eurovision #eurovision2025 #esc #iceland ♬ original sound – Væb