fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fókus

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. maí 2025 15:30

Gísli Pálmi á Þingvöllum. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson, oftast þekktur sem Gísli Pálmi, hefur vakið athygli fyrir ljóð sem hann fór með á Þingvöllum. Ljóðið er þekkt ættjarðarljóð.

Gísli Pálmi birti á samfélagsmiðlum myndband af sér fara með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Klippt voru saman myndskeið, þar sem hann sést meðal annars flagga íslenska fánanum við gröfina.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Takk takk (@takktakk.is)

Ljóðið er mikið ættjarðarljóð og ber heitið „Ísland“. Hljómar það svona eftirfarandi í fullri lengd, en Gísli Pálmi fer með hluta þess í myndbandinu.

Ísland, farsældafrón

og hagsælda, hrímhvíta móðir!

Hvar er þín fornaldarfrægð,

frelsið og manndáðin bezt?

Allt er í heiminum hverfult,

og stund þíns fegursta frama

lýsir sem leiftur um nótt

langt fram á horfinni öld.

Landið var fagurt og frítt

og fannhvítir jöklanna tindar,

himinninn heiður og blár,

hafið var skínandi bjart.

Þá komu feðurnir frægu

og frjálsræðishetjurnar góðu

austan um hyldýpishaf,

hingað í sælunnar reit.

Reistu sér byggðir og bú

í blómguðu dalanna skauti,

ukust að íþrótt og frægð,

undu svo glaðir við sitt.

Hátt á eldhrauni upp,

þar sem ennþá Öxará rennur

ofan í Almannagjá,

alþingið feðranna stóð.

Þar stóð hann Þorgeir á þingi,

er við trúnni var tekið af lýði.

Þar komu Gissur og Geir,

Gunnar og Héðinn og Njáll.

Þá riðu hetjur um héruð,

og skrautbúin skip fyrir landi

flutu með fríðasta lið,

færandi varninginn heim.

Það er svo bágt að standa í stað,

og mönnunum munar

annaðhvort aftur á bak

ellegar nokkuð á leið.

Hvað er þá orðið okkar starf

í sex hundruð sumur?

Höfum við gengið til góðs

götuna fram eftir veg?

Landið er fagurt og frítt

og fannhvítir jöklanna tindar,

himinninn heiður og blár,

hafið er skínandi bjart.

En á eldhrauni upp,

þar sem ennþá Öxará rennur

ofan í Almannagjá,

alþing er horfið á braut.

Nú er hún Snorrabúð stekkur,

og lyngið á Lögbergi helga

blánar af berjum hvert ár,

börnum og hröfnum að leik.

Ó, þér unglinga fjöld

og Íslands fullorðnu synir!

Svona er feðranna frægð

fallin í gleymsku og dá!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“