fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Fókus
Föstudaginn 2. maí 2025 20:30

Steven Spielberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikstjórinn hefur valið bestu bandarísku bíómyndina og það er ekki Jaws, ET, Schindler‘s List, Raiders of the Lost Ark eða einhver önnur mynd eftir hann.

Spielberg segir að besta bandaríska bíómyndin sé The Godfather í leikstjórn Francis Ford Coppola frá árinu 1972.

Það geta væntanlega margir tekið undir þessi orð leikstjórans goðsagnakennda enda er The Godfather á flestum listum yfir bestu kvikmyndir sögunnar. Myndin var valin sú besta á Óskarsverðlaunahátíðinni 1973 og þá fékk Marlon Brando Óskarinn sem besti leikarinn.

Spielberg lýsti þessu á athöfn sem haldin var til heiðurs Coppola í Los Angeles á dögunum. Á athöfninni, sem haldin var af American Film Institute, veitti hann Coppola viðurkenningu fyrir störf hans í kvikmyndageiranum síðustu áratugi.

„Þú endurskilgreindir viðmiðin í bandarískri kvikmyndagerð og veittir heilli kynslóð frásagnarfólks innblástur,“ sagði hann og bætti við að markmið allra í kvikmyndagerð væri að gera Coppola stoltan. „Ég vil alltaf að þú sért stoltur af verkum mínum,“ sagði Spielberg.

Það voru fleiri sem hrósuðu hinum 86 ára leikstjóra á athöfninni, til dæmis George Lucas, Robert De Niro og Al Pacino.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“

Frosti og Helga selja: „Þetta heimili hefur verið okkar athvarf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við