Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, hefur sett íbúð sína í Svöluás í Hafnarfirði á sölu.
Íbúðin er 87 fm, þriggja herbergja íbúð, á annari hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2002. Ásett verð er 69,9 milljónir.
Íbúðin hefur verið töluvert endurnýjuð og skiptist í forstofu, eldhús, stofu með útgengi á svalir, tvö svefnherbergi, annað er notað sem fataherbergi í dag, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.