fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Fókus
Laugardaginn 5. apríl 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsældir carnivore-mataræðisins hafa aukist á undanförnum árum og hefur sú þróun ekki farið framhjá Íslendingum. Margir hafa dásamað mataræðið sem hefur hjálpað fólki að grennast, en mataræðið er þó umdeilt og hefur fjöldi sérfræðinga varað við því. Tveir næringafræðingar velta því fyrir sér í aðsendri grein hjá Vísi hvort vinsældir carnivore-mataræðisins hér á landi hafi valdið fjölgun hjartasjúkdóma og auknu álagi á Landspítalann.

„Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum,“ segja þær Guðrún Nanna Egilsdóttir næringafræðingur og Dögg Guðmundsdóttir meistaranemi í klínískri næringarfræði. Carnivore-mataræðið mætti einnig kalla kjötætu-mataræðið en það gengur út á það að borða aðeins dýraafurðir, eins og kjöt, fisk, egg, smjör og ost.

Þær reka að ýmsir kúrar hafi komið fram í gegnum tíðina en fáir séu jafn skaðlegir og carnivore-mataræðið. „Vísindamenn telja þó carnivore-mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda.“

Þær segja mikilvægt að fólk sé meðvitað um að þetta mataræði er sérstaklega hættulegt fyrir eldri borgara eða þá sem glíma við háþrýsting eða eru í áhættuflokki fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.

„Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma.“

Næringafræðingar og sérfræðingar í lýðheilsu hafi ítrekað talað gegn þessu mataræði. Þetta eru aðilar með þá sérfræðiþekkingu sem þarf þegar kemur að því að meta næringu.

„Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks.

Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalegu þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun.“

Þó svo fólk hafi náð að létta sig með carnivore-mataræðinu þá sé þyngdartap engin ávísun á heilbrigði, sumt þyngdartap er beinlínis skaðlegt.

„Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore-mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilkrabbameini.“

Sjá einnig: Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“