fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 22. febrúar 2025 09:00

Hera Rún Ragnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hera Rún Ragnarsdóttir, leikkona, athafnakona og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið í sjálfsvinnu undanfarin fimm ár en það má segja að hún hafi byrjað fyrir alvöru þegar hún og barnsfaðir hennar hættu saman eftir þrettán ára samband.

Hera, sem er gestur vikunnar í Fókus, ræðir um þetta tímabil. Hvernig það hafi verið að verða aftur einhleyp eftir öll þessi ár, skrýtna en skemmtilega frelsistilfinningin að finna sig upp á nýtt og hvernig það hafi verið að stíga aftur inn í ringulreiðina sem stefnumótaheimurinn getur verið.

Hún ræðir þetta í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus og má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Hera og barnsfaðir hennar kynntust þegar hún var nítján ára gömul og eignuðust tvö börn. Aðspurð hvernig hafi veri að koma úr svona löngu sambandi og læra að vera ein segir hún:

„Það var mjög næs, ég viðurkenni. Þetta var skrýtið fyrst. Allt svona er auðvitað skrýtið. Þegar það gefst tími fyrir mann sjálfan eftir að hafa haft engan tíma fyrir sig sjálfan. Ég setti mig aldrei í fyrsta sæti á þessum tíma, sem er mjög algengt hjá mömmum, sérstaklega þegar börnin eru svona lítil. […] Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel.“

Hera, sem verður 33 ára á þessu ári, ræðir um hvað hjálpaði henni á þessum tíma, eins og líkamsrækt eiga stefnumót með sjálfri sér, í spilaranum hér að ofan.

Kynntist kærastanum á Smitten

Hera segir að það hafi verið áhugaverð upplifun að byrja að deita aftur en stefnumótaheimurinn hafði breyst mikið frá því að hún var síðast einhleyp, eins og tilkoma stefnumótaforrita eins og Tinder og Smitten.

„Það var ógeðslega skrýtið,“ segir hún hlæjandi.

Hún ákvað samt að prófa að skrá sig og gekk það aldeilis vel en hún kynntist kærastanum sínum á Smitten og fögnuðu þau nýverið sex mánaða sambandsafmæli.

Hún ræðir þetta allt nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Heru á Instagram og hlustaðu á hlaðvarp hennar, Á hærra plani, á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru

Skólastjórinn: Galsafengin þroskasaga fyrir börn og alla sem muna eftir barninu sem þeir voru
Fókus
Í gær

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins

Victoria Beckham opnar sig um framhjáhald eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Hide picture