fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur

Fókus
Föstudaginn 24. janúar 2025 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, hvetur fólk til að leggja niður símann og varar við áhrifum og afleiðingum hegðunar sem flest okkar eru sek um, að vera of mikið í símanum.

Ragga er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

„Fólk kíkir á símann að meðaltali 96 sinnum á dag,“ segir Ragga og bætir við: „Það er einu sinni á tíu mínútna fresti.“

„Nýleg tölfræði sýnir að Meðal Jón og Gunna eyða 4 klukkustundum og 37 mínútum í símanum.

Sem jafngildir einum degi á viku, sex dögum á mánuði, 74 dögum á ári sem eru tveir og hálfur mánuður á ári.“

Ragga segir að fólk sækist í símana sína fyrir dópamínið og þetta sé ekki slökun eða rólegheit, þó við höldum að við séum að taka verðskuldaða kaffipásu. „Dópamínið flæðir um æðarnar þegar eitthvað flúnkunýtt birtist á augasteininum á hverri nanósekúndu. […] Í raun erum við að taka út af hugrænu innistæðunni þegar við sökkvum á bólakaf í TikTok eða Instagram,“ segir hún.

„Við keyrum dópamínið hratt upp en svo fellur það hratt niður aftur og við verðum háð þessum sveiflum. Rúmlega níutíu sinnum á dag. Á tíu mínútna fresti. En dópamínið nær ekki að endurhlaðast að fullu á svona stuttum tíma á milli.

Að auki truflum við sjálfið þegar við erum djúpt sokkin í vinnuflæði. Því það tekur 23 mínútur að komast aftur í flæði eftir truflun á einbeitningunni þegar við seilumst í vasann eftir litla líþíum knúna kubbnum.“

Ragga varar fólk við að hækka ekki dópamínþröskuldinn, eins og með því að horfa á sjónvarpið og skrolla í símanum á sama tíma. „Heilinn byrjar að tengja saman þessar tvær athafnir, og með tímanum verður ekki nóg að horfa bara á imbann eða bara skrolla símann. Þú þarft fleiri og fleiri áreiti til að fá dópamínvímuna. Og þegar þú reynir að hætta hegðun sem úsar út dópamíni upplifirðu alvöru sársauka og fráhvarfseinkenni,“ segir hún.

Ræktin eða kynlíf betri kostur

Ragga er með aðrar lausnir. „Til þess að upplifa langvarandi dópamínvímu fyrir skrokkinn og heilann er mikilvægt að vinna fyrir dópamíninu í stað þess að vera passífir neytendur því þá lúrir dópamínið miklu lengur. Skella sér í ræktina. Skunda út og hitta vinina. Hunskast snemma í bælið. Taka tíma í hugleiðslu og öndun. Reima á sig skóna og arka í göngutúr. Taka smá húllumhæ í rúminu með makanum,“ segir hún og bendir á áhugaverða rannsókn.

„Rannsókn sýndi að kortisól lækkaði mun hraðar hjá fólki sem spilaði Tetris borið saman við fólk sem skrollaði símann eftir að hafa þreytt streitupróf […] Rannsóknir sýna einnig verri athygli, einbeitningu og ákvarðanatöku eftir að fólk hefur borað sig í símann í pásum í verkefnavinnu.“

Hún segir að fólk sé ólíklegra til að elda hollan mat frá grunni, fara í ræktina eða taka úr þvottavélinni ef það byrjar á því að skrolla í símanum um leið og það kemur heim úr vinnunni.

„Tilfinningar segja okkur hvað við þurfum á þeirri stundu og síminn er aldrei svarið. Gefðu heilanum raunverulega pásu og tilfinningunum rétt fóður.“

Mynd/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“