fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Fókus
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 20:30

Ethan í myndinni Remember the Titans frá árinu 2000.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Ethan Suplee er í betra formi í dag en flestir 48 ára karlmenn. Supplee, sem er þekktur fyrir hlutverk í myndum á borð við American History X og Remember the Titans, tók lífsstíl sinn í gegn fyrir margt löngu og hefur viðhaldið mögnuðum árangri sínum.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að þegar Suplee var 24 ára hafi hann verið tæp 230 kíló. Ekki löngu eftir að hann lék í þáttunum My Name is Earl, sem voru sýndir á árunum 2005 til 2009, fór að bera á þyngdartapi leikarans og síðla árs 2010 hafði hann lést um rúm 90 kíló.

En hvernig fór hann að þessu?

Suplee hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferðalagi sínu í átt að betri heilsu. Hann stundar mjög reglulega kröftugar styrktaræfingar og leggur áherslu á að borða matvæli sem eru sem næst náttúrulegu formi sínu, án mikillar vinnslu eða viðbótarefna.

Þá nýtur hann góðrar aðstoðar frá einkaþjálfara sínum, Jared Feather.

Suplee var svo í viðtali við Men‘s Health-tímaritið í vikunni þar sem hann sýndi, svart á hvítu, hversu mögnuðum árangri hann hefur náð.

„Ég er á hápunktinum núna,“ segir hann í viðtalinu og bætir við að í 35 til 40 ár hafi hann aldrei þorað að fara úr að ofan og sýna líkama sinn – ekki fyrr en núna.

Suplee greindi frá því á síðasta ári að hann hafi náð því markmiði að ná fituprósentunni undir 10 prósent, eða í 9 prósent nánar tiltekið. Suplee segist ekki ætla að ganga lengra að sinni, en þess í stað reyna að viðhalda árangrinum um ókomna tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice