fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Sean „Diddy“ Combs handtekinn eftir niðurstöðu ákærukviðdóms

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 09:29

Sean Diddy Combs. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Sean „Diddy“ Combs var handtekinn í gær í anddyri hótels í New York. NBC greinir frá. Ríkissaksóknarinn Damian Williams sagði við NBC að ákæran væri innsigluð að svo stöddu.

„Við reiknum með að ákæran verði gerð opinber á morgun og þá getum við tjáð okkur frekar um málið,“ sagði Williams.

Lögmenn rapparans segja hann saklausan. Í samtali við New York Times sagði Marc Agnifilo, einn lögmaður Combs, að hann haldi að ákæran varði mansal og skipulagða glæpastarfsemi.

Gert er ráð fyrir að Combs mæti fyrir dómara í dag.

Hrottalegt kynferðisofbeldi

Combs hefur verið til rannsóknar hjá alríkisyfirvöldum í Bandaríkjunum um tíma og gerðu alríkisfulltrúar allsherjar leit á heimilum hans í mars á þessu ári.

Tónlistarmaðurinn hefur verið sakaður um hrottalegt kynferðisofbeldi og í febrúar var fimmta kæran lögð fram gegn honum fyrir dómstólum.

Sjá einnig: Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Áður hafði fyrrverandi kærasta Diddy, Cassandra Venture, stigið fram og kært rapparannn fyrir ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi. Fjórar aðrar konur hafa sakað rapparann um brot gegn sér. Diddy hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu.

Sjá einnig: Hrottalegar lýsingar fyrrverandi kærustu P.Diddy í grafalvarlegri stefnu – Gerði líf hennar að helvíti í tæpan áratug

Óhugnanlegt myndband

Í maí birti CNN myndband úr öryggismyndavél á hóteli frá árinu 2016 sem sýnir Diddy beita fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Cassie Ventura, hrottalegu ofbeldi. Myndbandið vakti mikinn óhug meðal almennings.

Sjá einnig: Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni

Myndbandið styður frásögn hennar en hún kærði hann í fyrra fyrir ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi. Þau komust að samkomulagi utan dómstóla en hann hélt fram sakleysi sínu. Eftir að CNN birti myndbandið baðst hann afsökunar á hegðun sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni