fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Vopnaðir alríkisfulltrúar gerðu húsleit á heimilum Sean „Diddy“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2024 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alríkisfulltrúar í Bandaríkjunum gerðu allsherjar leit á heimilum tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs í gær. NBC greinir frá.

Heimavarnarráðuneytið staðfesti í gær að fulltrúar þeirra hafi gert húsleit á eignum tónlistarmannsins í Los Angeles, Miami og New York.

Ráðuneytið vildi ekki gefa mikið upp varðandi ástæður húsleitarinnar en gaf út stutta yfirlýsingu þar sem kom fram að húsleitin hafi verið gerð í tengslum við „áframhaldandi rannsókn lögreglu“.

Samkvæmt The Guardian er ekki vitað hvort að Diddy sé skotmark rannsóknarinnar. Tónlistarmaðurinn hefur verið sakaður um hrottalegt kynferðisofbeldi og í febrúar var fimmta kæran lögð fram gegn honum fyrir dómstólum.

Sjá einnig: Fimmta ásökunin gegn P. Diddy lögð fram fyrir dómi – Að þessu sinni frá karlmanni sem segir rapparann hafa byrlað sér ólyfjan

Áður hafði fyrrverandi kærasta Diddy, Cassandra Venture, stigið fram og kært rapparannn fyrir ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi.

Fjórar aðrar konur hafa sakað rapparann um brot gegn sér. Diddy hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu.

Sjá einnig: Hrottalegar lýsingar fyrrverandi kærustu P.Diddy í grafalvarlegri stefnu – Gerði líf hennar að helvíti í tæpan áratug

Ætlaði í Karíbahafið

Eins og fyrr segir liggur nánari ástæða fyrir húsleitinni ekki fyrir sem stendur en heimildarmaður NBC sagði hana hugsanlega tengjast alríkisrannsókn vegna ásakanna gegn Diddy um mansal, kynferðisbrot og vörslu og sölu fíkniefna og skotvopna.

Diddy er sagður hafa ætlað að fljúga með einkaþotu til Karíbahafsins þegar lögreglan hóf húsleit. Hins vegar er ekki vitað hvort það hafi gengið eftir.

TMZ birti myndband af rapparanum fyrir utan flugvöllinn, en samkvæmt NBC lögðu fulltrúar heimavarnarráðuneytisins hald á farsíma Diddy á flugvellinum en ekki er vitað hvort rapparinn hafi farið aftur um borð. Hvorki lögreglan né talsmenn Diddy hafa staðfest það við fjölmiðla vestanhafs.

Myndefni sem Fox 11 hefur undir höndum má sjá vopnaða alríkismenn fara inn á heimilin í Miami og Los Angeles og koma aftur út með nokkra menn í handjárnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum