fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Hjónabandsvandræði hjá Nadine Guðrúnu og Snorra – „Við erum ekki gift“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 08:57

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlaparið Nadine Guðrún Yaghi og Snorri Másson gengu í það heilaga á Siglufirði í júní. Hins vegar er hjónabandið ekki fullgilt og þau því ekki gift í lagalegum skilningi.

Nadine Guðrún er samskiptastjóri hjá Play og annar umsjónarmaður vinsæla hlaðvarpsins Eftirmál. Snorri heldur úti vefmiðlinum og hlaðvarpinu Ritstjóri.

Nadine greindi frá vandræðunum í þættinum Segðu mér á Rás 1.

„Við erum ekki gift“

Nadine er hálf íslensk og hálf líbönsk. Hún fæddist í Katar árið 1990 og flutti til Íslands þegar hún var fimm ára.

„Við vorum að gifta okkur fyrir nokkrum vikum síðan og svo var að koma í ljós að við erum ekki gift því við þurfum að fara út til Katar að sækja frumrit af fæðingarvottorðinu mínu því Þjóðskrá vill ekki gifta okkur. Ógeðslega skrýtið,“ segir hún.

„Ég fæddist á einhverjum spítala í Doha í Katar og þegar maður giftir sig þarf maður að skila inn einhverjum pappírum til Sýslumanns, en síðan fæ ég þær fréttir að fæðingarvottorðið mitt, sem er eitthvað skjáskot af einhverju sem við fengum sent þaðan, nægir ekki. Þau þurfa frumritið og það þarf að senda mér það í bréfpósti en spítalinn úti vill ekki gera það, ég þarf að koma og sýna mig. Þannig við þurfum örugglega að fara og sækja fæðingarvottorðið svo við séum gift,“ segir hún hlæjandi.

„Mér finnst þetta ógeðslega skrýtið því ég er bæði fermd og skírð á Íslandi, en allt í einu núna þurfa þau eitthvað fæðingarvottorð þannig þetta er búið að vera pínu drama […] Ég hélt að þetta væri allt gengið í gegn þar til ég fattaði að svo er ekki. Þannig við erum ekki gift, þetta var allt bara eitthvað leikrit.“

Flúði stríð í Jemen

Móðir Nadine er íslensk og flutti með foreldrum sínum til Katar árið 1985 þegar hún var fimmtán ára, ári síðar kynntist hún föður Nadine.

Foreldrar Nadine skildu árið 1995, þegar hún var fimm ára, og flutti móðir hennar með hana og systur hennar heim til Íslands.

Fjölmiðlakonan segist muna lítið eftir þessum tíma en hún man eftir að hafa flúið stríð.  „Þegar ég var fjögurra ára bjuggum við í Jemen og það verður þarna borgarastyrjöld í Sana, sem er höfuðborgin þar sem við bjuggum. Ég man alveg eftir því, því það var rosa skrýtið og það voru allir voða hræddir og það var fullt af sprengjum, og þetta var alveg alvöru stríð. Íslenska utanríkisþjónustan reddaði mér, mömmu og litlu systur minni í svona neyðarflugvél sem var ekki með almennilegum sætum, það var ekki klósett eða neitt, ég man eftir þessu. Við vorum fluttar til Amsterdam og síðan þaðan til Íslands. Þannig ég hef flúið stríð sem er alveg merkilegt þegar maður pælir í því,“ segir hún.

Eftir þetta voru þær í Íslandi í smá tíma en fóru aftur til Katar. Ári síðar fluttu mæðgurnar til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“