fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Það rignir nærfötum hjá Billie Eilish og Charli

Fókus
Föstudaginn 2. ágúst 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Charli fékk stöllu sína, Billie Eilish, með sér í lið fyrir endurhljóðblöndun af lagi sínu Guess. Í kjölfarið gaf Charli út tónlistarmyndband í gær þar sem kvenmannsnærfatnaði af ýmsum litum, stærðum og gerðum rignir.

Í myndbandinu má sjá gesti í stofu afklæðast nærfötum meðan Charli syngur:

„Þú vilt giska á litinn á nærfötunum mínum/ Þú vilt vita hvað gengur á þarna niðri.“ (e. You wanna guess the color of my underwear/ You wanna know what I got going on down there).

Magnið af nærfötum eykst eftir því sem líður á myndbandið.

Eilish kemur síðan með trukki í partýið á jarðýtu og stöllurnar halda af stað og klífa nærfatafjallið sjálft.

Mögulega er erfitt og óþarfi að einbeita sér að ákveðnum nærfötum, en megnið af þeim er úr væntanlegri haust/vetrarlínu 2024 Agent Provocateur. Samkvæmt fréttatilkynningu frá vörumerkinu voru ákveðnir slaufuskreyttir brjóstahaldarar sem veislugestir klæðast og litríkar blúndunærbuxur sem sjá má kringum Charli og Eilish sýnishorn af nýju hönnuninni.

Þegar umhverfisvernd, endurnýting og minni sóun er efst í huga margra þá er líka gott að hugsa til að í lok myndbandsins segir Charli að öll heil og ónotuð nærföt sem notuð voru hafi verið gefin til I Support The Girls, góðgerðarstofnunar sem vinnur með þolendum heimilisofbeldis.

Stofnunin greindi frá því á x að þeim hefðu áskotnast 10 þúsund pör úr myndbandinu.

„Við erum svo heppin að fá hið ógurlega nærbuxnafjall!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg
Fókus
Í gær

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“
Fókus
Í gær

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarsvindlarar og eltihrellar

Ástarsvindlarar og eltihrellar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag