fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Margot Robbie á von á barni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2024 10:28

Margot Robbie

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska leikkonan Margot Robbie á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, kvikmyndagerðarmanninum Tom Ackerley.

Hjónin, sem bæði eru 34 ára, kynntust árið 2013 við tökur á kvikmyndinni Suite Francaise, sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni, hún lék í myndinni og hann var aðstoðarleikstjóri. Þau urðu par árið 2014 og giftu sig árið 2016.  Þau halda hjónabandinu að mestu utan sviðsljóssins og segir Robbie að lykillinn að því að halda hjónabandi á lífi í bransanum sem þau eru í sé að vera aldrei lengur aðskilin en þrjár vikur hámark.

Hjónin
Mynd: Getty

Hjónin stofnuðu framleiðslufyrirtækið LuckyChap saman ásamt tveimur öðrum, þar á meðal æskuvinkonu Robbie, Sophia Kerr. LuckyChap hefur framleitt fjölda kvikmynda, þar á meðal myndirnar I, Tonya, Birds of Prey og Barbie. Robbie fór með hlutverk í þeim öllum og varð heimsfræg á síðasta ári fyrir aðalhlutverki sitt í þeirri síðastnefndu.

Næstu verkefni eru  My Old A** með Aubrey Plaza, Maisy Stella, og Maddie Ziegler í aðalhlutverkum, ofurhetjumyndin Avengelyne með Olivia Wilde, kvikmynd byggð á tölvuleiknum The Sims og önnur byggð á borðspilinu Monopoly. Robbie verður næst í aðalhlutverki í kvikmyndinni A Big Bold Beautiful Journey ásamt Colin Farrell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“