fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Margrét Rán gefur út sitt fyrsta lag undir listamannsnafninu RÁN næstkomandi föstudag. Lagið sem heitir Gleðivíma er lag Hinsegin daga 2024, og með RÁN í laginu syngur poppkonungurinn Páll Óskar. 

,,Lagið er með fallegan boðskap og bullandi stemningu sem tekur mann beint niðrí miðbæ Reykjavíkur í Pride gleðina!

Margrét Rán
Mynd: Elísabet Blöndal

Af hverju RÁN? 

,,Ég heiti Margrét Rán og dóttir mín heitir Enea Rán svo mér fannst það spennandi valkostur og nafnið táknar auk þess alda og sjávargyðja sem mér finnst frekar sjarmerandi. En það er yndislegt að fá að vera í Vök og GusGus og þar er nóg framundan en ég þarf að fá að fullnægja sköpunargleðinni í mér. Ég hlakka mikið til að sjá hvert RÁN tekur mig, þetta er verkefni sem ég ætla ekki að taka of alvarlega og ekki ofhugsa. Mig langar bara að gefa út fjölbreytta tónlist og hafa engar takmarkanir þegar það kemur að tónlistarstefnu.“ 

Margrét Rán
Mynd: Elísabet Blöndal

3D myndin af RÁN er unnin af Jakobi Hermannssyni frá Strik studio og tekin af Elísabetu Blöndal. 

,,Myndin er unnin út frá styttunni af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Ég fór á mitt fyrsta Pride og þá endaði Pride gangan alltaf á Arnarhóli þess vegna fannst mér þetta brilliant hugmynd. Ég var alltaf að sjá fyrir mér mig í einhvers konar brynju með fánann en hvernig skyldi ég útfæra það? Svo ég fékk þetta hæfileikaríka teymi með í lið og útkoman er sturluð.

Lagið kemur eins og áður segir út á föstudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki