fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Fókus
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, kom með heldur betur djarfa fullyrðingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þangað var hann mættur til að ræða um verð á  hamborgurum á Íslandi en hann taldi grein mbl.is um verðlagningu hamborgara nokkuð ósanngjarna.

Sigmar bendir á að ekki sé hægt að bera saman ostborgara og ostborgara án þess að horfa til þess hvað sé annað á borgaranum og hvað hamborgarinn sjálfur sé þungur. Slíkt geti útskýrt mun á verði. Hann segir að þegar verð á veitingahúsum landsins séu skoðuð þá þurfi að horfa í heildarmyndina. Hér séu greidd hæstu laun í heiminum og hjá veitingageiranum fer mest sala fram á kvöldin og um helgar, á tíma þar sem greiða þarf hærra kaup.

„Það sem hefur mest áhrif launalega þarna er þessi mikli álagsmunur eftir klukkan sex og um helgar. Þetta er sá munur sem er hvergi hærri í hinum vestræna heimi nema á íslandi. Að fara úr tímakaupi sem er samið um sem lágmarkskaup og hækka það um 33 prósent eftir sex, oftar en ekki á rangan hóp því þetta eru oft krakkar í skóla í aukavinnu sem eru allt í einu að fá hærri laun heldur en fólk í dagvinnu og þetta þykir mér mikið óréttlæti.“

Eins hafi hráefni hækkað mikið í verði, líkt og landsmenn þekki vel. En svo þurfi að horfa til hins opinbera. Sveitarfélög hafi hækkað fasteignagjöld sem leiði til hærri leiguverðs. Flestir veitingamenn eru í leiguhúsnæði. Svo eru það áfengisgjöldin sem eru hækkuð á ári hverju og skila meiru í ríkiskassann en bæði bankaskatturinn og álagningar á sjávarútveginn. Fyrirtækjaskatturinn var hækkaður til að sporna við verðbólgu sem hafi eins þrýst á verðhækkanir. Simmi einnig á að tryggingargjaldið sem atvinnurekendur þurfa að greiða sé verulega íþyngjandi.

Svo kom Simmi með fullyrðingu sem líklega ekki allir muni taka undir með.

„Ég byrjaði í veitingarekstri árið 2010 svona að viti, en hafði byrjað aðeins fyrr óbeint. Þá var umhverfið bara þannig að þegar við opnuðum Hamborgarafabrikkuna til dæmis, þá fékkstu ekkert bernaise á börgerinn þinn.“

Simmi segir að nú sé hægt að fá Béarnaise í flestum vegasjoppum landsins. Þetta sé dæmi um hvað hamborgarinn á Íslandi hafi þróast að gæðum og fjölbreytni í gegnum tíðina.

En varðandi bernaise-sósuna þá var Hamborgarafabrikkan ekki fyrst til að bjóða upp á slíkt með hamborgara. Fjöldi staða bauð upp á sósuna fyrir árið 2010 t.d. Vegamót, Prikið, Rauða ljónið og að sjálfsögðu hjá guðföður íslenska hamborgarans, Tómasi Tómassyni á Búllunni. En eftir stendur spurningin hvort að Hamborgarafabrikkan var fyrst til að setja sósuna beint á hamborgarann frekar en að bjóða sósuna með til hliðar.

Hvert svo sem svarið er þá liggur fyrir að Simmi hefur áhyggjur af stöðu veitingamanna á Íslandi og að grípa þurfi í taumana sem fyrst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna