fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 18:30

Sandra Denton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Sandra Denton varð heimsfræg á níunda áratugnum sem einn meðlima hip hop sveitarinnar Salt-N-Pepa, eða Salt og Pipar, og var Denton piparinn í þessari vinsælu blöndu.

Denton var ekki sátt á mánudag en þá var henni gert að yfirgefa flugvél Southwest Airlines á leið frá Las Vegas til Nashville Tennessee. Denton var á leið á fund í Nashville og segist hún oft velja sama flugið, þar sem um sé að ræða eina beina flugið milli Las Vegas og Nashville.

Denton deildi myndbandi á Instagram sem virðist sýna eftirleik atviksins. Í myndbandinu fullyrðir hún að atvikið hafi byrjað þannig að annar af þeim starfsmönnum sem sést í myndbandinu hafi gert athugasemd um að Denton væri með tvö sæti. Veifar hún tveimur miðum til að sýna að hún greiddi fyrir tvö sæti.  Flugfélagið hefur brugðist við atvikinu og endurgreitt henni miðana, en Denton segist vera að íhuga málssókn gegn flugfélaginu.

Í yfirlýsingu til DailyMail.com segir flugfélagið: „Flugáhafnir okkar bera ábyrgð á öryggi og þægindum allra farþega í farþegarýminu. Með það í huga neituðu þeir viðskiptavininum um far og miði hennar var endurgreiddur.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sandra Pepa D (@darealpepa)

Hún segist hafa valið að kaupa tvö sæti vegna meiðsla á fæti sem tengist bílslysi sem hún lenti í árið 2018, og hún lét einnig fylgdarmann keyra hana í hjólastól upp að flugvélarhurðinni. Segir hún starfsmanninn sem hún talar við í myndbandinu hafa spurt hana af hverju hún væri með tvö sæti. Hann svarar því til að hann hafi spurt hana vegna þess að hann hafi ekki séð gifs eða spelku á henni, þó hún hafi verið með spelku með sér og að sögn sett hana á sig eftir samtal þeirra.

Óljóst er hvort starfsmanninum hafi verið tilkynnt um að Denton hefði keypt miða í tvö sæti eða hvort hann gæti hafa litið svo á að hún væri að nota annað sæti án þess að hafa greitt fyrir það. Hins vegar tekur hann fram í myndbandinu að flugfélagið hafi þá stefnu að leyfa viðskiptavinum í stærri kantinum að fá annað sæti í sumum tilfellum.

Myndbandið skýrir ekki hvers vegna Denton var vísað úr fluginu. Hún segir í myndbandinu að karlmaður hafi beðið um sæti hennar og þá gefur starfsmaðurinn til kynna að hún hafi verið fjarlægð vegna myndatöku í fluginu. Denton segist ekki hafa tekið upp inni í vélinni heldur aðeins hringt í aðstoðarmann sinn, og hún hafi fyrst byrjað að taka upp komin úr vélinni.

Fékk ekki að fara aftur um borð þrátt fyrir kvartanir

Ljóst er að starfsmennirnir ætla ekki að skipta um skoðun þrátt fyrir kvartanir Denton og biðja þeir hana að yfirgefa landganginn. Undir lok myndbandsins má sjá hana hreyta í starfsmanninn með nokkrum þjósti.

Denton segir að maðurinn sem bað um sæti hennar hafi sagt henni að hann þyrfti annað sætið vegna þess að hann væri á leið í jarðarför. Denton segist hafa reynt að útskýra fyrir manninum að hún væri með aukasætið vegna meiðsla og hún sagði að aðrir farþegar hefðu byrjað að rífast um hvort hún ætti að þurfa að gefa sætið eftir að hún borgaði aukalega fyrir það. Henni þótti saga mannsins vera grunsamleg og hann ekki fært neinar sönnur á að hann væri á leið í jarðarför.

Eftir samskipti hennar og mannsins báðu flugþjónar Denton um að yfirgefa vélina og fékk hún enga útskýringu á af hverju. Segir hún að flugþjónar hafi þó fyrst viljað færa hana í sæti við neyðarútgang, en meiðsli hennar komi í veg fyrir að hún geti aðstoðað við rýmingu ef neyðarástand kæmi upp. 

Stjarnan er ekki sátt og þrátt fyrir að miðarnir hafi verið endurgreiddir og hún getað fært fundinn sem hún ætlaði á, þá greiddi hún fyrir aðstoð á flugvellinum sem og bílaþjónustu á völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni