fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Eiginkona Kanye West ber að ofan á almannafæri – Aðeins með límband sem huldi lítið

Fókus
Föstudaginn 21. júní 2024 09:57

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski arkitektinn Bianca Censori, sem er þekktust fyrir að vera eiginkona rapparans Kanye West, heldur áfram að vekja athygli með fatavali sínu.

Hjónin eru á ferð um Evrópu og eru nú stödd í París. Þau fóru út að borða á veitingastað í borginni og skildi arkitektinn lítið eftir fyrir ímyndunarafllið. Hún var með hvítt límband yfir brjóstunum, eins og hún væri með axlarbönd, sem huldi lítið annað en geivörturnar.

Skjáskot/Twitter

Eiginmaður hennar var andstæðan við hana, hann var svo mikið klæddur að erlendir miðlar hafa líkt honum við býflugnabónda.

Skjáskot/Twitter

Vinkonur Biöncu  hafa miklar áhyggjur af henni. Þær trúa því að Kanye líti á hana sem einhvers konar „dramatíska uppsetningu á listverki.“ Þær ræddu um þetta við Page Six fyrr í júní og sögðu einnig að Bianca hagi sér allt öðruvísi þegar hún er ekki með rapparanum.

Fyrir viku síðan voru hjónin stödd í Flórens á Ítalíu og vöktu mikla athygli á fínum veitingastað. Hún var klædd í einhvers konar skikkju eða „ponsjó“, sem var alveg gegnsæ og í engum nærfötum undir.

Sjá einnig: Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Svona leit hún út áður en hún kynntist Kanye.

Lögsókn

Fyrrverandi aðstoðarkona hans, Lauren Pisciotta, lagði í byrjun júní fram kæru gegn rapparanum vegna kynferðislegrar áreitni og ólögmætrar uppsagnar.

Sjá einnig: Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Parið hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs