fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fókus

Kántrýstjarnan dauðfeginn að vera laus við eiginkonuna eftir sjö mánaða hjónaband – „Hann hafði þetta á tilfinningunni allan tímann“

Fókus
Fimmtudaginn 20. júní 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrýstjarnan Billy Ray Cyrus hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni Firerose eftir aðeins sjö mánaða hjónaband.

Heimildir People herma að Cyrus sé dauðfeginn að vera að losna við eiginkonuna sem hafi reynst úlfur í sauðargæru.

„Hann hafði þetta á tilfinningunni allan tímann. Hann telur að hún hafi bara gifst honum út af peningum og álíka. Hann er sannfærður um að hún hafi ekki gifst honum út af ást“

Cyrus sótti um skilnaðinn með vísan til ósættanlegs ágreinings og óviðeigandi hegðunar í hjónabandi. Firerose hefur svarað skilnaðarkröfunni og segir skilnaðinn hafa komið henni að óvörum. Cyrus hafi sótt um skilnað upp úr þurru, degi áður en hún átti að gangast undir tvöfalt brjóstnám í forvarnarskyni. Hún sakar kántrýsöngvarann um andlegt og tilfinningalegt ofbeldi.

„Eiginkonan þurfti að umbera stöðuga neyslu eiginmanns síns samhliða neyslu hans á kannabis sem gerði eiginmanninn bæði ófyrirsjáanlegan og uppstökkan“

Cyrus sætti sig ekki við þessar ásakanir og krafðist um hæl ógildingarinnar á hjónabandinu með vísan til þess að Firerose hafi reynt að einangra hann frá fjölskyldu sinni. Hún hafi eins notað greiðslukort hans í heimildarleysi eftir að þau slitu samvistum og svo skrifað honum ástarbréf.

„Ég sakna þín meira en orð fá lýst elskan. Gerðu það, reynum að vinna okkur í gegnum þetta og verða frekar bara nánari eftir þessa hræðilegu reynslu. Ég þarfnast þín. Ég elska þig. Mér þykir þetta svo leitt,“ segir í meintu ástarbréfi.

Cyrus segist hafa fundið bréfið þegar hann sneri aftur á heimili sitt til 25 ára eftir að dómari gerði Firerose að yfirgefa húsnæðið. Lögmenn Cyrus benda á að ef hann væri sá ofbeldismaður sem Firerose lýsir þá væri hún væntanlega ekki að ganga áfram eftir honum með grasið í skónum.

Heimildir People herma að Cyrus sé á því að Firerose hafi nú sýnt sína réttu liti og Cyrus upplifi sig blekktan. Hann sé því tilbúinn að halda sínu striki án þess að líta til baka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Í gær

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice