fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Stórstjarnan afhjúpar hjartnæma ástæðu þess að hann byrjaði að leika – Segir að starfsvalið sé að „drepa“ hann

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júní 2024 22:30

Chris Hemsworth er einn þekktasti leikari samtímans. Hann gerir ýmislegt til að koma í veg fyrir að hann þrói með sér heilabilun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski leikarinn Chris Hemsworth er stórstjarna og líklega með þekktari leikurum samtímans. Í raunveruleikaþættinum Limitless sem horfa má á á Disney+ viðurkennir Hemeworth að starfsval hans sé tilkomið vegna erfiðrar æslu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá varð ég leikari til að koma foreldrum mínum úr skuldaánauð. Það gæti verið að drepa mig. Þegar ég byrjaði að leika áttu foreldrar mínir mjög lítið af peningum,“ segir hann.

„Þegar ég var að tala við pabba um hvenær hann gæti borgað bankanum og hann sagði: „Aldrei, við munum deyja við að reyna að borga það“, þetta truflaði mig mjög frá unga aldri.“ 

Nettóandvirði leikarans er talið yfir 220 milljónir ástralskra dala, en þrátt fyrir að vera vel stæður viðurkennir Hemsworth að hann finni enn fyrir óuppgerðu áfalli sem stafar af erfiðum uppvexti hans og segir hann að þetta geti haft áhrif á hvernig hann velur verkefni sín.

„Það sem veldur mér miklum kvíða og vekur streitu er þegar ég er að reyna að sjá um of marga hluti, of mörg verkefni. Ég er ennþá með þessar hugsanir um að ég muni missa allt ef ég segi ekki já við einhverjum verkefnum. Ég finn enn fyrir streitu sem étur mig að innan og ég vil ekki að það stjórni lífi mínu.“ 

Chris ásamt Liam bróður sínum og foreldrum þeirra Craig og Leonie.

National Geographic heimildarmyndin Limitless sýnir skuldbindingu Hemsworth við heilbrigt líferni þegar hann fer í leiðangur með sjálfum sér til að tryggja að hann lifi löngu og gefandi lífi.

 

Þáttaröðin var tekin upp árið 2022 þegar Hemsworth komst að því að hann væri 8-10 líklegri til að fá Alzheimer en meðalmaðurinn. Stuttu síðar ákvað hann að draga sig í hlé frá Hollywood og fljótlega komust sögusagnir á kreik um að hann væri hættur störfum eða þegar kominn með sjúkdóminn.

„Þetta fór virkilega í taugarnar á mér því mér fannst ég hafa verið deilt viðkvæmum persónulegum upplýsingum,“ sagði hann í viðtali við Vanity Fair.

„Sama hversu oft ég sagði: „Þetta er ekki dauðadómur,“ sögðu kjaftasögur að ég væri með heilabilun og ég væri að endurskoða lífið og fara á eftirlaun og svo framvegis,“ bætti hann við.

Í viðtali árið 2023 upplýsti Hemsworth að hann væri í meiri hættu á að þjást af Alzheimerssjúkdómi eftir að hafa tekið upp þátt um dauðann fyrir Limitless þáttaröðina. 

Eftir blóðprufu sem hann fór í vegna umfjöllunarefnisins var honum tilkynnt að hann væri „á milli átta og 10 sinnum“ líklegri til að fá Alzheimer en almenningur, vegna þess að hann er einn af aðeins tveimur til þremur prósentum einstaklinga með tvö eintök af geninu APOE4. 

Hemsworth býr í 30 milljóna dala höfðingjasetri í Byron Bay í Ástralíu ásamt eiginkonu sinni Elsu Pataky og þremur börnum þeirra, dótturinni India Rose, 12 ára, og tvíburasonum, Sasha og Tristan, 10 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki