fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð

Fókus
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 17:00

Anton Sveinn McKee. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Sveinn McKee, einn fremsti sundmaður Íslendinga og keppandi á þremur síðustu ólympíuleikum, hefur ritað grein sem birt var í dag á Vísi. Í greininni lýsir hann yfir stuðningi við frumvarp til laga um dánaraðstoð sem nú er til meðferðar á Alþingi. Segist Anton einna helst styðja frumvarpið vegna föður síns, Róberts, sem tók eigið líf eftir að hafa liðið miklar þjáningar vegna taugahrörnunarsjúkdómsins MND.

Anton segir í upphafi greinarinnar að faðir hans hafi greinst með sjúkdóminn í lok árs 2019 og fallið fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað afar mikið á þessum skamma tíma. Þegar þetta hafi gerst hafi Anton sjálfur verið á leið til Íslands frá Bandaríkjunum í jólafrí en þá fengið símtal um hvað hefði gerst:

„Heimur minn hrundi og við tóku dimmir dagar. Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna.“

Vildi fara á eigin forsendum

Fyrir keppni á ólympíuleikunum í Tókýó sem fram fóru 2021, eftir að hafa verið frestað 2020 vegna Covid-heimsfaraldursins, greindi Anton frá því sem faðir hans hafði mátt þola eftir að hann greindist með sjúkdóminn, í viðtali við Vísi:

„Staðan var orðin þannig að hann átti erfitt með að gera allt; gat ekki gengið lengur, átti mjög erfitt með andardrátt og gat varla neitt notað hendurnar, og þetta var ekki mikið líf til að lifa. Hann var maður sem vann með höndunum allt sitt líf svo ég get ímyndað mér að honum hafi fundist hann hafa misst of mikið. Hann vildi fara út sína eigin leið í stað þess að láta sjúkdóminn vinna.“

Anton greindi einnig frá því í viðtalinu að þeir feðgar hefðu verið afar nánir og að faðir hans hefði stutt dyggilega við bakið á honum í sundinu. Fráfall hans hafi því verið mikið áfall og talverðan tíma hefði tekið að meðtaka það og vinna sig út úr sorginni.

Forræðishyggja að leyfa fólki ekki að deyja á eigin forsendum

Í ljósi þess sem Róbert faðir hans gekk í gegnum lýsir Anton yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið um dánaraðstoð sem er nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Fyrsta grein þess er svohljóðandi:

„Markmið laga þessara er annars vegar að heimila einstaklingum sem glíma við ólæknandi sjúkdóm og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð og hins vegar að heimila læknum, að nánari skilyrðum uppfylltum, að veita slíka aðstoð. Lög þessi gilda þegar einstaklingur hefur að eigin frumkvæði lýst yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja til þess að njóta aðstoðar við að binda enda á líf sitt.“

Anton segist ekki sammála andstöðu Læknafélags Íslands sem hafi haldið því fram að með frumvarpinu væri verið að fara yfir ákveðna línu:

„En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða. Oft kemur greiningin þegar enn er langt í lokametra lífsins. Raunveruleikinn er sá að þeir sem lenda í þessari stöðu hafa samkvæmt núgildandi kerfi forræðishyggjunnar tvo valkosti. Annars vegar er að bíða og upplifa ómeðhöndlanlega og óbærilega líkamlega og andlega þjáningu þangað til að einstaklingurinn er orðin nógu veikur til að hefja líknar- og lífslokameðferð eða að binda endi á sitt eigið líf af sjálfsdáðum.“

Valdi óþarfa þjáningum að banna dánaraðstoð

Þetta valdi sjúklingum og aðstandendum óþarfa þjáningu og ýti þeim frekar út í að binda enda á eigið líf. Frumvarpið bæti úr þessu enda nái það til þess litla hóps sjúklinga sem glími við ólæknandi sjúkdóma með enga von um bata og ekkert nema óbærilegar þjáningar framundan.

Anton veltir því fyrir sér af hverju eitt gildi um dýr en annað um mannfólk í þessum efnum:

„Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni.“

Anton segir að lokum að hann líti svo á að samfélag sem leyfi dánaraðstoð verði mannúðlegra fyrir vikið.

Grein Antons í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður