fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni

Fókus
Mánudaginn 29. apríl 2024 20:30

Alejandra Rodríguez krýnd fegurðardrottning. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin sextuga Alejandra Rodríguez hefur vakið mikla athygli en hún er 60 ára gömul og sigraði í liðinni viku í keppninni um nafnbótina Ungfrú Buenos Aires. Í næsta mánuði mun hún keppa um titilinn Ungfrú Argentína og sigri hún einnig í þeirri keppni mun hún verða fulltrúi Argentínu í keppninni Ungfrú Alheimur.

Í umfjöllun People kemur fram að Rodríguez er lögfræðingur og fréttamaður. Hún bar sigurorð af 34 öðrum keppendum sem voru á aldrinum 18-73 ára.

Hún segist vera hæstánægð með að vera á þennan hátt fulltrúi nýrra viðmiða í fegurðarsamkeppnum þar sem sé verið að innleiða nýjar áherslur sem snúi að því að meta fegurð kvenna ekki eingöngu út frá líkömum þeirra heldur einnig öðru.

Sigur Rodríguez kemur í kjölfar breytinga sem gerðar voru á keppninni um Ungfrú Alheim á síðasta ári en þá voru reglur keppninnar um hámarksaldur afnumdar. Áður gátu aðeins konur á aldrinum 18-28 ára keppt en nú þurfa þær að vera 18 ára eða eldri.

Hún fylgir einnig í kjölfar hinnar 47 ára gömlu Haidy Cruz sem verður fulltrúi Dóminíska Lýðveldisins í Ungfrú Alheimur en keppnin fer fram í september næstkomandi.

Alejandra Rodríguez segist ætla sér að vinna næstu keppni og verða þar með ungfrú Argentína. Hún telur dómara keppninnar sem hún sigraði í hafa kunnað að meta sjálfstraust hennar og ástríðu fyrir því að vera fulltrúi kvenna af hennar kynslóð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt