fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Smellti í nektarmynd til að sýna brúnkusprautunina

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 15:34

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og raunveruleikastjarnan Lisa Rinna er ófeimin við að birta myndir af sér fáklæddri á samfélagsmiðlum. 

Það gerði hún síðast nú um helgina þegar hún birti mynd af sér í story á Instagram og sýndi stolt spreybrúnku sína.

„Ó, og ég fékk spreybrúnku í gærkvöldi fyrir Miami,“ skrifr hún við myndina.

Rinna fagnaði einnig sextugsafmæli sínu í fyrra og árinu 2024 með nektarmynd. Sjá einnig: 60 ára og fagnaði nýju ári með svakalegri nektarmynd

Rinna vakti einnig umtal þegar hún viðurkenndi að hafa farið offari í andlitsfyllingum eftir að Nicole Smith, aðstoðarmaður lýtalæknis, gagnrýndi andlitsaðgerðir Rinna og notkun hennar á Skinvive stungulyfjum í myndbandi sem deilt var síðastliðinn fimmtudag.

„Skinvive er ekki fyrir alla og það var ekki gott fyrir mig,“ skrifaði Rinna í athugasemd við myndbandið. „Sem betur fer gátum við leyst þetta mál í dag! Vá!“

Áður en Rinna tjáði sig voru aðdáendur hneykslaðir yfir því hvernig óhófleg notkun hennar á fylliefnum breytti andliti hennar, þar sem einn notandi skrifaði: „Ég trúi ekki að þetta sé Lisa Rinna!!!!“

„engar hrukkur þýðir ekki það sama og unglegt,“ bætti annar við og annar skrifaði: „Ég þekkti hana ekki einu sinni.“

Fyrr á þessu ári sagði Rinna að hún haldi sér heilsubraustri og unglegri með því að lifa hófsamlegu líferni.

„Ég hef æft síðan ég var 16 ára. Ég lifi hófsamlega, þó svo virðist oft sem ég lifi hröðum og háværum lífsstíl. Ég passa upp á hvíld og borða aðallega hollan mat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“