fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Fókus
Mánudaginn 15. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strákar eru ekki áhugamál, eða svo segir leikkonan og ofurskutlan Megan Fox, og beinir máli sínu til einhleypra kvenna. Hún ráðleggur konum að leggja rækt við eigin áhugamál frekar en að sóa tíma og orku í að eltast við karlmenn.

„Lærðu eitthvað nýtt eða legðu stund á áhugamál, ekki sóa orkunni þinni í stráka,“ sagði Megan í samtali við E!News um helgina. „Það eina sem strákarnir gera er að soga úr þér alla orku. Haltu heldur áfram með lífið og fjárfestu í sjálfri þér.“

Ástarlíf Megan hefur verið áberandi undanfarin misseri eftir að hún fór að slá sér upp með tónlistarmanninum Machine Gun Kelly. Þau sögðust vera tvíburasálir og sáust varla öðruvísi um tíma en með tunguna ofan í koki hvors annars. Svo trúlofuðu þau sig með dramatískum hætti þegar Kelly gaf Megan sérsmíðaðan hring sem er hannaður til að meiða ef hún reynir að taka hann af sér. Mjög rómó – eða það finnst sumum, vonandi fáum samt.

Nú er þó babb komið í ástarfleyið því turtildúfurnar búa ekki lengur saman og munu vera að ganga í gegnum „erfiðan kafla“ í sambandi sínu. Brúðkaup er ekki fram undan og munu þau svo gott sem hætt saman þessa daganna en kalla það „pásu“ eða að þau séu að gefa hvoru öðru rými.

„Þau eru í lægð þessar daganna. Það breytist þó frá degi til dags,“ sagði heimildarmaður og bætti við að Megan hafi biðlað til vina sinna að koma henni á stefnumót með nýjum gaur. Megan sagði í viðtali í mars á þessu ári að hún ætli sem minnst að tjá sig um stöðu sambandsins við Kelly en sama hvernig fari sé hann sálufélagi hennar og þau verði því alltaf tengd með einhverjum hætti, þó þau séu saman eða í sundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér