fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Snýr aftur í klámið eftir 15 ára fjarveru – Hætti til að verða hjúkrunarfræðingur

Fókus
Laugardaginn 30. mars 2024 21:30

Sadie Summers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega fimmtán árum síðan ákvað bandaríska konan Sadie Summers að segja skilið við klámiðnaðinn og verða hjúkrunarfræðingur.

Eftir rúman áratug í faginu ákvað hún að snúa aftur í klámið og segir þetta vera „besta starf í heimi.“

Sadie er 38 ára gömul. „Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera kynvera,“ segir hún. News.com.au greinir frá.

Ekki lengur DVD og tímarit

Margt hefur breyst síðan hún lék í klámmyndum.

„Nær allt sem ég lék í áður fyrr er aðeins hægt að finna á DVD eða í tímaritum, það var eiginlega ekkert á netinu þá. Þetta var öðruvísi tími,“ segir hún.

Mynd/Instagram @originalsadie

Sadie kom fram í 70 klámmyndum áður en hún yfirgaf iðnaðinn árið 2008.

„Ég vildi sanna fyrir mér og öðrum að ég gæti menntað mig,“ segir hún.

„Ég vann sem hjúkrunarfræðingur í mörg ár. Ég er enn með leyfi og tek vaktir hér og þar því mér þykir það gaman.“

Sadie og eiginmaður hennar stofnuðu OnlyFans-síðu þegar Covid skall á. „Maðurinn minn spurði síðan hvort ég hefði einhvern áhuga að vinna með öðrum klámstjörnum aftur. Mér fannst tilhugsunin mjög spennandi,“ segir hún.

Sadie left porn in 2008, after three years, to become a nurse. Picture: Sadie Summers

Í fyrra sneri hún svo aftur alveg í klámbransann og hóf að vinna fyrir klámframleiðslufyrirtæki.

„Það jafnast ekkert á við það að vera á tökustað, ég elska það. Það er eitthvað svo töfrandi við að búa til myndir,“ segir hún.

Sadie hefur þó engan áhuga að leika í klámmynd um hjúkrunarfræðinga, sem er mjög vinsæll flokkur. Hún er mjög eftirsótt í „MILF“ flokknum og segist ekki hafa áhyggjur af því að verða of gömul til að leika í klámi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram