fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fókus

Notaði vinsælt fitnessforrit til að koma upp um eiginmanninn

Fókus
Fimmtudaginn 28. mars 2024 09:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan á bak við hvernig bandaríska konan Megan McGee komst að framhjáhaldi eiginmanns síns er hreint ótrúleg.

Megan og þáverandi eiginmaður hennar höfðu verið gift í fjögur ár þegar hann skyndilega lýsti því yfir að þau „ættu að fara í pásu“ í nóvember 2020.

Í kjölfarið vöknuðu grunsemdir hjá Megan og hún fór að leita að svörum, sem hún fann. Eiginmaður hennar var að halda framhjá.

Áhugaverð aðferð

Aðferð hennar við að góma eiginmanninn hefur slegið í gegn hjá netverjum en hún notaði vinsælt fitnessforrit til að koma upp um hann. Margir netverjar hafa kallað hana „snilling“ fyrir að hafa dottið þetta í hug.

„Ég komst að því að eiginmaðurinn minn var að halda framhjá mér í gegnum Strava,“ segir hún.

Strava er vinsælt forrit sem hlauparar nota til að skrásetja hlaup og deila upplýsingunum með öðrum. „Strava er samfélagsmiðlaforrit þar sem vinir geta fylgt hver öðrum og deilt æfingum sínum með öðrum,“ útskýrir hún nánar.

„Það mikilvæga sem þú þarft að vita með Strava er að það deilir staðsetningunni þinni með fólki, þannig ef þú ert með opinberan Strava-reikning, eða leyfir einhverjum að fylgja þér, þá getur sá einstaklingur séð hvar þú byrjaðir og hvar þú endaðir æfinguna.“

Sá hvar hann var

Eftir að eiginmaður hennar lýsti því yfir að hann vildi „fara í pásu“ ákvað Megan að skoða hlaupaleiðirnar hans og hún komst að því að hann endaði öll hlaup á sama staðnum; heima hjá samstarfskonu sinni.

„Þetta sagði mér ekki alla söguna en þetta sagði mér það helsta: Með hverjum hann var að halda framhjá mér og hvað hann var að gera öll þessi skipti sem hann var ekki heima,“ sagði hún.

„Þegar ég hugsa til baka þá man ég eftir því að hafa boðist til að fara út að hlaupa með honum en hann kom alltaf með einhverja afsökun um að hlaupið yrði of langt eða erfitt fyrir mig.“

@meg.c.mcgee Brb, applying for the FBI 🕵🏼‍♀️ @Strava #fyp #storytime #cheater ♬ original sound – Meg

Netverjar hafa hrósað Megan hástert fyrir rannsóknarhæfileika hennar.

Sumir hafa deilt eigin sögum. „Ég komst að því að minn fyrrverandi hélt framhjá mér þegar Airbnb gestgjafi skrifaði umsögn um hversu góðir gestir hann og Martha voru, ég heiti ekki Martha.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ríkur karlmaður setti eiginkonu sinni klikkaða reglu – „Svívirðilegasti“ kaupmáli sögunnar

Ríkur karlmaður setti eiginkonu sinni klikkaða reglu – „Svívirðilegasti“ kaupmáli sögunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“

Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu