fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fókus

Eiga ársgamla fimmbura og von á barni í júlí – „Ef ég ræð við 5, get ég höndlað 6“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 16:30

Mynd: People

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Von er á sjötta barni hjónanna Haylee og Shawn Ladner í heiminn í júlí, 17 mánuðum eftir að fimmburarnir þeirra fæddust í febrúar 2023.

Foreldrarnir ætluðu sér ekki að eignast fleiri börn, en í viðtali við People segir Haylee að hún gæti hafa gleymt að taka pilluna í desember þegar þrjú barnanna voru lögð inn á sjúkrahús með lungnabólgu. „Við vorum ekki að reyna að eignast fleiri börn og ég var á getnaðarvörn,“ segir Haylee. „Ég var viss um að það yrði neikvætt,“ segir Haylee  og vísar til þungunarprófsins sem hún tók skömmu síðar.

Von er á dóttur, en fyrir eru systurnar fjórar Adalyn Elizabeth, Everleigh Rose, Malley Kate, Magnolia Mae og bróðirinn Jake Easton. 

Mynd: People

Vegna veikinda barnanna í desember tók það hjónin smá tíma að meðtaka það fyrir alvöru að von væri á einu barni í viðbót. „Fyrir það fyrsta var ég virkilega, virkilega þreytt, en ég gerði bara ráð fyrir að það væri vegna þess að ég á fimm börn! Auðvitað er ég þreytt! Og skrifaði það á barnafjöldann, en ekki þungun.“

Þegar hún sagði eiginmanninum frá jákvæðu þungunarprófi sínu var hann líka í afneitun. „Hann klæddi sig í jakkann og ég var bara: „Hvert ertu að fara?“ „Út í búð að kaupa fleiri þungunarpróf,“ segir Haylee og hlær. „Auðvitað voru þau jákvæð líka.“

Hjónin voru þó fljót að ná sér af sjokkinu sem þau fengu í fyrstu og bíða nú spennt eftir dótturinni. „Þetta var pínu ógnvekjandi í fyrstu, vegna þess að þau verða svo nálægt í aldri, en ef ég get séð um fimm, þá get ég séð um sex!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“