fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Rakel lagði flöskuna á hilluna – „Það er í raun og veru hættulegt fyrir mig að drekka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 10. febrúar 2024 10:29

Rakel Hlynsdóttir er gestur vikunnar í Fókus. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktarþjálfarinn Rakel Hlynsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún hætti að drekka áfengi fyrir nokkrum mánuðum og hefur aldrei liðið betur.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér. 

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Rakel Hlynsdóttir segir frá þeirri stóru, erfiðu en frelsandi ákvörðun að hætta að drekka. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hún tók slíka ákvörðun. „Þegar ég var tvítug hætti ég alveg að drekka í fjögur ár. Ég var bara krakki sem drakk allt of mikið, fór í „blackout“ og áfengi var að valda mér mikilli vanlíðan. Ég tók mjög góða ákvörðun þegar ég var tvítug þegar ég spurði sjálfa mig hvort þetta væri manneskjan sem ég vildi vera,“ segir hún.

„Svo liðu árin og ég veit ekki, maður fer að sannfæra sig. „Þetta var svo slæmt tímabil þarna, ég get alveg drukkið.“ Ég byrjaði að drekka aftur 2019 og hef núna verið að „prófa“ mig áfram í drykkjunni. Mjög skrýtið að segja þetta því drykkjan á mjög illa við mig.“

Mynd/Instagram @rakelhlyns

Langaði að deyja daginn eftir

Fyrir nokkrum mánuðum ákvað Rakel að leggja flöskuna á hilluna og finnur strax mikinn mun.

„Það er svo mikið frelsi því þetta var að valda mér svo mikilli vanlíðan. Ég hélt í alvöru að þegar fólk væri að drekka væri mjög eðlilegt að líða þannig daginn eftir að manni langaði að deyja. Ég hélt það væri bara áfengið að tala. Það er eins og þynnkan mín verði þrefalt verri en hjá öðrum, ekki líkamlega heldur í hausnum mínum. Þar kemur líklegast ADHD-ið inn. Það er í raun og veru hættulegt fyrir mig að drekka,“ segir Rakel.

„Ég hugsaði ég hef stjórn á þessu, ég get hætt að drekka. En ég þarf að hafa alveg fyrir því. Ég hef þurft að leita mér hjálpar, fara í gegnum sporin og allt þetta. Skoða mig. Ég er alltaf að fara að græða á þessu ferli. Ég finn strax bara [hvað þetta er mikill léttir].“

Rakel ræðir nánar um hvaða áhrif áfengi hafði á hana og ákvörðunina um að hætta í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á hann á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Rakel á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Hide picture