fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Konan mín elskar hópkynlíf – Hér er vandamálið

Fókus
Þriðjudaginn 3. desember 2024 08:59

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hópkynlíf hefur blásið nýju lífi í kynlíf okkar hjónanna en ég hef áhyggjur af því að við munum aldrei fara til baka og geta notið þess að stunda kynlíf bara við tvö.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land. Hún skrifar fyrir vinsæla dálkinn Dear Deidre.

Maðurinn er 50 ára og eiginkona hans er 48 ára, þau hafa verið gift í átján ár. Hann útskýrir hvernig þetta allt saman byrjaði.

„Fyrir nokkrum árum missti eiginkona mín alveg áhuga á kynlífi. Ég átti mjög erfitt með það og reyndi að tala við hana, en hún sagðist bara ekki finna fyrir þessari löngun lengur. En síðan gerðist svolítið óvænt síðustu helgi.

Við fórum út að borða með vinum okkar og undir lok kvöldsins, eftir marga áfenga drykki, byrjaði konan mín að reyna við mig fyrir framan alla. Ég var mjög hissa en þetta kveikti alveg svakalega  í mér, þannig ég leyfði henni að kyssa mig og snerta mig.

Síðan fór hún úr fötunum og hvíslaði að mér að hún vildi stunda kynlíf fyrir framan þau. Vinkona hennar var að hvetja hana áfram, þær höfðu greinilega rætt þetta fyrirfram.

Ég var svo spenntur, það var svo langt liðið frá því að við stunduðum síðast kynlíf að ég gleymdi mér alveg í æsingnum. Við stunduðum kynlíf á sófanum á meðan þau horfðu.

Síðan spurðu konan mín hvort þau mættu vera með. Við enduðum á því að eyða nóttinni þarna og stunduðum kynlíf í alls konar pörum.

Ég hef aldrei gert neitt jafn spennandi. Ég hafði ekki hugmynd um að konan mín væri opin fyrir swing-lífsstílnum og ég vissi ekki hversu aðlaðandi mér þætti að sjá hana sofa hjá öðrum karlmanni eða konu.

Ég væri til í að gera þetta aftur, jafnvel með öðrum pörum. Hún sagðist líka vera til í það.

En þó svo að þetta hafi blásið nýju lífi í kynlíf okkar þá vill hún ekki stunda kynlíf bara með mér, við tvö heima. Ég sakna nándarinnar.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þó að hópkynlíf heilli þig þá hljómar eins og þú viljir bara endurheimta kynlíf ykkar hjóna. Ef það er tilfellið þá er ekki sniðugt að byrja að stunda swing-lífsstílinn. Það mun gera þig óhamingjusaman, afbrýðisaman og ófullnægðan.

Þú þarft að tala við konuna þína og segja henni hvernig þér líður. Fáðu hana til að vera alveg hreinskilna um af hverju hún vill hópkynlíf en ekki kynlíf bara með þér.

Kynlíf með einni manneskju getur orðið hversdagslegt og leiðinlegt. Þið gætuð reynt að krydda upp á það með ýmsum leiðum. Það gæti líka gert ykkur gott að fara til sambands- og kynlífsráðgjafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““