fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi

Fókus
Laugardaginn 28. desember 2024 16:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og fyrrum leiðtogi hins mjög svo vinstri sinnaða stjórnmálaflokks Alþýðufylkingin er ekki sérstaklega hrifinn af því að flugeldar séu seldir til almennings á Íslandi. Þorvaldur, sem hefur oft verið kallaður Albaníu-Valdi vegna aðdáunar sinnar á því þjóðskipulagi sem þar var við lýði þar til kommúnisminn hrundi í Evrópu, vill alfarið banna sölu á flugeldum til almennings og segir hana í raun vera ekkert annað en ofbeldi.

Flýja ofbeldið

Þorvaldur kemur þessari skoðun á framfæri í Facebook-færslu. Hann segir ótrúlegt að fólki sem þoli illa mengun af völdum flugelda sé ráðlagt að fara ekki út úr húsi um áramótin. Þetta sé í líkingu við það þegar eðlilegt þótti að þolendur heimilsofbeldis flýðu heimili sitt. Það hafi breyst en enn þurfi fólk að flýja það ofbeldi sem felist í stjórnlausum flugeldasprengingum:

„Fyrir fáum áratugum var það viðtekin skoðun að eðlilegt væri að fórnarlömb heimilisofbeldis flýðu af heimilinu þegar ofbeldið fer úr böndum. Síðar hefur rútt sér til rúms sú skoðun að réttara sé að fjarlægja ofbeldismanninn af heimilinu svo annað heimilisfólk geti haldið sínu striki. Mér fannst eins og endurómaði að vissu leyti hliðstæða hins gamla sjónarmiðs, þegar fjallað var um veðurútlitið fyrir áramótin í útvarpinu í dag. Þar kom fram að miklar líkur væru á að mengunargildi vegna flugeldaskota færu langt fram úr heilsuverndarmörkum.“

„Ekki var um það talað að taka fyrir eða takmarka mengunina, heldur var mælt með því að börn, gamalmenni og fólk með veikburða öndunarfæri héldu sig inni. Sem sagt frelsi þeirra vegur léttar en frelsi sprengjubrjálæðinganna til að halda uppteknum hætti. Fyrir nokkrum árum rökstuddi ég í 6 liðum tillögu um að sala flugelda til almennings verði bönnuð. Enda er þetta ekkert annað en ofbeldi. Það er ekki betra fyrir þá sök að margir taki þátt í því.“

Mælir Þorvaldur eindregið með því að fólk styrki helstu söluaðila flugelda, björgunarsveitirnar, fyrir þá upphæð sem það eyði annars í flugelda. Hann hvetur einnig til þess að Landsbjörg fari fram á að mögulegt tekjutap vegna banns á flugeldasölu verði bætt með framlögum úr ríkissjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“