fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. desember 2024 12:30

Eygló Mjöll Óladóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eygló Mjöll Óladóttir kynntist unnusta sínum, Sævari Hilmarssyni, fyrir áratug. Það mætti segja að upphaf ástarsögu þeirra sé með óhefðbundnari hætti en hann sat inni á Litla-Hrauni þegar þau kynntust og fór fyrsta stefnumótið fram innan veggja fangelsisins.

Eftir það var ekki aftur snúið. Eygló var ástfangin upp fyrir haus og hélt áfram að heimsækja Sævar þar til hann losnaði sjö mánuðum seinna. Nú eru tíu ár liðin, þau eru trúlofuð og eiga fjögur börn.

Eygló er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á þáttinn hér að neðan eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Fyrir rúmlega áratug, þegar Eygló var nítján ára, fékk hún allt í einu skilaboð frá Sævari.

„Hann byrjaði að senda mér skilaboð og spjalla við mig. Hann spurði hvað ég væri að fara að gera, ég sagðist vera á leiðinni í afmæli og spurði hvað með hann. Hann sagði: „Já, ég er bara búinn að sitja inni síðan 2013.““

Eygló viðurkennir að hennar fyrstu viðbrögð hafi verið: „Ókei, bæ“, en það hafi verið eitthvað við hann sem hafi látið hana vilja halda áfram að spjalla.

„Ég fór að mýkjast upp svo svakalega fyrir honum því hann var svo ótrúlega næs og skemmtilegur, við áttum svo vel saman.“

Eygló Mjöll og Sævar. Mynd/Instagram

Fyrsta stefnumótið var á Litla-Hrauni og viðurkennir Eygló að hún hafi verið stressuð. Hún mætti seint og vissi ekkert hvað hún væri búin að koma sér út í. Það var allt annar hljómur í henni eftir stefnumótið.

„Hann var fallegasti maður sem ég hafði séð, það var ekki aftur snúið. Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum,“ segir Eygló og hlær.

Hún byrjar að lýsa þeirra ástarsögu í spilaranum í kringum mínútu 32:00.

Fór í allar heimsóknir

Sævar var stuttu síðar færður í fangelsið á Kvíabryggju fyrir góða hegðun. Það var mun þægilegri heimsóknaraðstaða en hún þurfti að keyra tvo tíma aðra leiðina til að heimsækja hann. Hún gerði það samt, oftast tvisvar í viku, í sjö mánuði.

„Ég fór í allar heimsóknir sem ég mátti fara í,“ segir hún. „Hann mátti fá heimsókn einn virkan dag í viku og annað hvort laugar- eða sunnudag.“

Sævar losnaði úr fangelsi 16. júní 2015. Foreldrum Eyglóar var farið að gruna að hún væri í sambandi með einhverjum og sagði hún þeim loksins sannleikann á meðan hann sat enn inni. Þau sögðust ekki ætla að dæma áður en þau myndu hitta hann.

Þau eiga fjögur börn saman. Mynd/Instagram

Sönn ást

Það er óhætt að segja að þau hafi svo sannarlega sýnt að ást þeirra væri sönn. Nú er rúmlega áratugur liðinn, þau eru enn jafn ástfangin og hamingjusöm og hafa eignast fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku sem er fimm mánaða gömul.

Í þættinum ræðir Eygló um meðgöngurnar og fæðingarnar, sem voru allar gerólíkar. Hún hefur gengið í gegnum allan skalann, upplifað áfallamikla fæðingu, gengið í gegnum erfiða meðgöngu og nú með síðasta barn upplifði hún draumafæðinguna heima hjá sér, umkringd fjölskyldu.

Fyrsta lag Eyglóar var Fiðrildi.

Hún opnar sig einnig um andlega erfiðleika og sjálfsskaða. Hvernig það byrjaði þegar hún var barn, hvernig það þróaðist og hvernig hún náði bata. Eygló notar tónlistina til að tjá sig en það kom öllum á óvart þegar hún gaf út sitt fyrsta lag.

Enginn hafði heyrt hana syngja

Eygló gaf út þrjár smáskífur árið 2023 og kom öllum sínum nánustu rækilega á óvart, en fyrir þetta höfðu þau aldrei heyrt hana syngja.

„Ég þori ekki að syngja fyrir framan neinn,“ segir Eygló sem viðurkennir að hún hafi velt fyrir sér út í hvað hún væri eiginlega búin að koma sér út í þegar hún gaf út fyrsta lagið.

„Ég er að gefa út lög en get ekki sungið fyrir framan fólk,“ segir hún og hlær.

„Þannig þetta er einhver súpa sem ég þarf að koma mér upp úr. Mig langaði bara svo ótrúlega mikið að gera þetta, mig hafði langað þetta svo lengi og þetta var búið að hrjá mig lengi […] Ég varð að gera þetta.“

Fylgstu með Eygló á Instagram og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Hide picture