fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. desember 2024 21:30

Kieran Culkin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Kieran Culkin sem hóf ferilinn átta ára gamall í kvikmyndinni Home Alone árið 1990 segir börn sín enn ekki hafa horft á jólamyndina sem er fyrir löngu orðin klassík og skylduáhorf flestra heimila um jólin.

Á mánudag var Culkin í viðtali við E! News á 34. árlegu Gotham verðlaunahátíðinni í New York borg, þar sem hann viðurkenndi að hafa ekki leyft börnum sínum að horfa á myndina. Culkin sem er orðinn 42 ára á dótturina Kinsey, fimm ára, og soninn Wilder, þriggja ára, með eiginkonu sinni Jazz Charton.

Kieran og Jazz
Kieran og börn hans

„Það eru nokkrir ógnvekjandi hlutir í myndinni. Fyrir þriggja ára soninn er tarantúlan og það er gaurinn í lokin sem segir: „Ég ætla að bíta af þér alla fingurna.“ Þetta er skelfilegt fyrir þriggja ára barn,“ sagði Culkin og bætti við að árið í ár gæti bara verið árið sem börn hans komast loksins í að sjá hátíðarstemningu myndarinnar.

„Við teljum að þau gætu verið tilbúin fyrir Home Alone á þessu ári. Ef ekki, á næsta ári.“

Kieran lék aukahlutverk í myndinni, Fuller McAllister, frænda aðalsöguhetjunnar. Bróðir hans Macaulay, sem er tveimur árum eldri lék aðalhlutverk myndarinnar, Kevin. Macaulay, sem þá var tíu ára, varð heimsþekktur og endurtók hlutverk tveimur árum seinna í Home Alone 2: Lost in New York. 

Í janúar 2024 upplýsti Culkin að hann væri tilbúinn til að eignast fleiri börn. Þegar hann tók við verðlaunum fyrir aðalhlutverk í dramaseríu á 75. Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir hlutverk hans í Succession, kallaði leikarinn á eiginkonu sína og sagðist stríðnislega til í fleiri smábörn.

„Ég er búinn að biðja um fleiri í nokkurn tíma. Jazz svaraði því: „Kannski ef þú vinnur Emmy-verðlaunin.“ Ég suðaði ekki um fleiri börn í marga mánuði, og svo þegar ég vann Golden Globe, sagði ég: „Manstu hvað þú sagðir?“ Og Jazz var bara:  „Hvað sagði ég, ég man ekki eftir þessu?“

Hér má sjá bræðurna saman í einu atriða myndarinnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“