fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fókus

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“

Fókus
Föstudaginn 29. nóvember 2024 10:57

Helga Gabríela og Frosti. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason fagnaði tíu ára sambandsafmæli hans og matreiðslumannsins Helgu Gabríelu Sigurðardóttur.

Hann birti fallega færslu á Instagram í tilefni dagsins og deildi með tíu myndum af þeim í gegnum árin.

„Tíminn flýgur með Helgu Gabríelu. Í dag er sléttur áratugur síðan við Helga fórum á okkar fyrsta stefnumót. Það er óhætt að segja að uppfrá þeim degi hafi lukkan farið að snúast mér í vil og lífið byrjað að blómstra.

Hver dagur hefur verið öðrum betri með minni einu sönnu ást og það er alfarið henni að þakka að síðustu 10 ár hafa verið allra bestu ár lífs míns.

Börnin okkar, Logi, Máni og Birta eru sennilega besta sönnun þess hve gjöfult hjónaband okkar hefur verið en Helga hefur líka fært mér óendanlega gleði, festu og þann stuðning sem hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Þegar við kynntumst var ég sannarlega aðeins yngri og vitlausari en það eru forréttindi að fá að vera samferða henni og þroskast bæði og styrkjast.

Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi þegar ég vakna með Helgu Gabríelu mér við hlið,“ skrifaði Frosti.

Myndirnar má sjá hér að neðan, prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna og til að sjá fleiri myndir ýtir þú á örina til hægri.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Frosti Logason (@frostiloga)

Frosti og Helga gengu í það heilaga í byrjun árs 2021.

Sjá einnig: Frosti og Helga gengu í það heilaga – Stjörnum prýtt brúðkaup og stórar fréttir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín